Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 31

Skinfaxi - 01.11.1953, Page 31
SKINFAXI 127 Þvermál aflvöðva er ekki mælikvarSi styrks, þreks, fjaður- magns eða starfshæfni. Þetta hefur íþróttakeppni leitt í ljós og einnig rannsóknir. Vöðvabeiting er tamning réttra vöðva til þess að taka á til starfs eins skamman tíma og unnt er, og svo að slaka á þeim til hvíldar og endurnæringar eins lengi og unnt er milli átaka. Samtímis því að vissum vöðvahópum er beitt til starfs, skulu aðrir vöðvar vandir við að haldast slakir, svo þeir hindri ekki framtakshæfni hinna og haldi ekki í sér þreytuefnum vegna bindingar við störf, sem þeir hafa enga aðstöðu við til fram- taks. Dæmi: Kona þræðir nál. Höndin, sem heldur nálinni, bindur vöðva í þeim handlegg til kyrrstöðustarfs. Hin höndin, sem á að þræða hana og heldur þræðinum, bindur vöðva bæði til kyrrstöðustarfs og hreyfingar. Sjáum við ekki oft vöðva bind- ast í andliti við þetta þræðingarstarf, og sjáum við ekki einn- ig að konur færast í axlirnar um leið og þræða skal nálar- auga? Allt of margar konur binda við þetta starf of marga vöðva að nauðsynjalausu. Annað dæmi: Karlmaður lyftir fullum mjólkurbrúsa. Staðið fjærri brúsanum í nær beina fætur. Beygt sig áfram um mjaðm- ir, bak bogið og armar bognir um olnboga. Með þessari venju- legu aðferð lendir vinnan á óhentugum vöðvum. Þetta starf ætti að framkvæmast þannig: Gengið gleitt svo nærri brús- anum, að hann lendi milli fóta, sem bogna vel um hné, bak beint, armar beinir. Átakið við lyftinguna kallar hina sterku vöðva í lærum og rasskinnum til starfa við það að hné rétt- ast og brúsinn lyftist í beinum örmum. Þessi tvö dæmi ættu að nægja til þess að sýna, hvað meint er með réttri vöðvabeitingu. íþróttirnar í dag sem í gær, í nútíð og fortíð, leggja iðkendum sínum verkefni upp í hendur til úrlausna. Eigi þessi verkefni að leysast, svo að þau færi iðkandanum ánægju og afþreyingu, þarf hann að þjálfa líkama sinn til þess að geta mætt áreynslunni og iðka íþrótt sína — verkefnið — þannig, að hann beiti réttum vöðvum til átaka á réttu augna- bliki og í réttri atriðaröð, haldið öðrum vöðvum slökum og áhrifalausum og slakað á átaksvöðvunum til hvildar og endur- næringar til næsta átaks. Þetta eru þvi „galdrar", sem beitt er í hugsun og verki af þeim mönnum, sem geta leyst íþróttaleg verkefni betur í ár en félagar þeirra gerðu i fyrra. Tökum til dæmis kúluvarp og kringlukast.

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.