Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1953, Side 36

Skinfaxi - 01.11.1953, Side 36
132 SKINFAXI dómspjaldi 15 mínútum eftir að dómur hefst, ef tvær kýr eru dæmdar, en séu þær fleiri, þá tilsvarandi lengri tíma. Ef um keppni milli félaga er að ræða, þá má aldrei vera nema einn þátttakandi frá sama félagi við dómkeppni í einu, en sé um einstaklingskeppni að ræða, þá mega i liæsta lagi vera það margir þátttakendur í einu, að tveir séu að dæma eina kú samtímis. Þeir, sem sjá um keppnina, verða að gæta þess, að keppendur tali ekki saman, á meðan dómkeppni fer fi’am, eða á annan hátt aðstoði hver annan, og i öðru lagi, að þeir, sem lokið hafa keppni, geti ekki haft aðstöðu til þess að gefa þeim, sem eiga eftir að keppa, neinar upplýsingar. Áður en keppni hefst, skal þátttakendum afhent dómspjöld og þeim gefnar upplýsingar um lieiti þeirra gripa, sem dæma á, aldur þeirra, burðardag og annað þess háttar. Enn fremur skal þátttakendum skýrt frá þvi, hvernig keppninni verði hag- að, og vakað yfir því, að öllum settum reglum sé framfylgt. 3. Nauðsynlegt er, að kýrnar standi á sléttum, hallalausum fleti, þegar þær eru dæmdar. Enn fremur þarf að vera slétt braut, sem má leiða kýrnar eftir. III. Leiðbeiningar urn nautgripadóma. 1. Þegar dæma skal mjólkurkú, gæti verið um að ræða að dæma hana með tilliti til þess gildis, sem hún hefði sem verzl- 2. mynd.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.