Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 37

Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 37
SKINFAXI 133 unarvara, eða í öðru lagi með tilliti til þess notagildis, sem hún virðist búa yfir, og í þriðja lagi með tilliti til þeirra erfðaeiginleika, sem útlitsgervi hennar virðist gefa til kynna. Hér verður eingöngu miðað við hið síðastnefnda, það er að meta eftir því, sem kostur er, þá eiginleika, sem kýrin virðist búa yfir. 2. Hafa skal það ætíð i huga, þegar dæmt er, að það má hafa sem allra minnst álirif á dóminn, í hvernig ástandi kýrin er, þegar hún er dæmd. Nokkur dæmi má nefna. Sé kýrin í aflagn- ingu, má ekki taka mjög hart á þvi, þó að kýrin hafi nokkuð fasta húð. Enn fremur ef kýrin er lcomin nærri burði, þá má vara sig á þvi að gefa henni ekki of liátt fyrir útlgur, og hafi kýrin borið aðeins einu sinni, þá getur tiltölulega litið júgur, samanborið við fullþroska kýr, átt nokkuð háa einkunn skilið, þegar tckið er tillit til þess, að júgur stækkar allverulega frá fyrsta burði og til þess, er kýrin er fullþroskuð. Markmiðið er að dæma, eftir því sem unnt er, ])á eiginleika, sem kýrin býr yfir. 3. Eins og dómspjaldið ber með sér, er hverri kú gefnar 10 einkunnir, og er gefið frá 1—10 stig fyrir hvern likamshluta. Þar sem gert er ráð fyrir, að i dómkeppni verði aðeins hafðar kýr af mjólkurkúastofni, en ekki af holdastofnum, miðast þær reglur, sem hér fylgja á eftir um notkun einkunnastigans, ein- göngu við mjólkurkúastofn. Þegar um er að ræða einkunna- gjöf fyrir byggingu mjólkurkúa, er ekki hyggilegt að nota eink- unnastigann eins breitt eins og eðlilegt væri, ef holdastofnar væru dæmdir. Því til stuðnings má nefna, að margar ágætar mjólkurkýr hafa nokkur mjög leið byggingarlýti, en hæpið, að við liöfum ráð á þvi að útiloka þær alveg frá öllum verð- launum. Fram að þessu liöfum við, sem dæmt höfum eftir þessum einkunnastiga, notað hann á eftirfarandi liátt: 10 stig eru aðeins gefin fyrir það, sem telja má fram úr skar- andi eða næsta fullkomið. 9 stig eru gefin fyrir það, sem ágætt þykir. 8 stig eru gefin fyrir það, sem telja má gott eða lýtalítið. 7 stig eru gefin fyrir það, sem er sæmilegt eða nokkuð ábótavant. 6 stig eru gefin fyrir það, sem slæmt er eða verulega ábóta- vant. 5 stig eru gefin fyrir það, sem afleitt er eða til stórra lýta. 4—1 stig eru gefin fyrir það, sem kalla mætti vansköpun,

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.