Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 38
134 SKINFAXI og þeim mun færri stig, því alvarlegri sem vansköpunin er. Gefa skal aöeins í heilum stigum. Þegar gefnar hafa verið allar einkunnir, eru þær lagðar saman, og fæst þá heildareinkunn kýrinnar. Af tæplega 5800 kúm, sem dæmdar hafa verið eftir þessum einkunnastiga á nautgripasýningum, hefur aðeins ein kýr fengið yfir 90 stig (90% stig). íslenzkar lcýr hafa yfirleitt álitlega byggingu, ef þær fá yfir 80 stig i heildareinkunn. Sæmilega byggingu má telja 76—80 stig, en þar fyrir neðan slæma byggingu. Sjaldgæft er, að kýr fái undir 60 stigum i lieildareinkunn. Hér á eftir verður leitast við að gefa lýsingu á því, hvernig íslenzk mjólkurkýr ætti að vera byggð til þess að hljóta há- marksstigafjölda. a) Höfuð og húð: Höfuðið á að vera fremur stutt, ennið hreitt, granstæðið og augnbogar áberandi, en nefið fremur grannt (Sjá mynd nr. 2). Það er til prýði, ef enni og nef mynda brotna linu, en til stórra lýta, ef kýrin er með kónganef. Húð- in á að vera mjúk, laus og fremur þunn. Við þessa einkunna- gjöf er tekið jafnmikið tillit til höfuðs og liúðar. b) Yfirlína: Yfirlínan er línan frá herðakambi og aftur á halarót. Þessi lína á að vera þráðbein og sæmilega holdfyllt (sjá mynd á kápu). Algengasta lýti á yfirlinu er of hár kross- beinskambur og of lágur spjaldhryggur. Stundum er hryggur- inn of veikur, og örsjaldan er fitusöfnun of mikil fremst á hryggnum. c) Útlögur: Útlögurnar eða rifjahvelfingin á að vera sem mest, samfara því, að rifin séu gleitt sett. Útlögur má telja fullkomn- ar, ef öftustu rifin liafa hvelfingu likt og tunnugjörð og eru svo gleitt sett, þar sem gleiðast er á milli þeirra, að koma megi þar allt að fjórum fingrum. Algengur byggingargalli er of flatar siður og of þétt sett rif. d) Boldýpt: Þegar talað er um boldýpt á mjólkurkú, er átt við boldýpt frá spjaldhrygg og lóðrétt niður fast frarnan við júgrið. Dýpt bolsins á þessum stað getur varla orðið of mikil. Aftur á móti hefur það frernur lítið gildi, að boldýptin sé mikil fram á miðjum kvið, ef boldýptin er litil aftur við júgrið. Slíkt bendir aðeins á slappleika. Það er mjög mikilvægt, að kýrin hafi rétt kviðlag. Það, sem ber að keppa að, er, að kviðlínan sé sem beinust og halli aftur 'og boldýptin sé mest aftur við júgrið. Þá fær bolurinn hið trektlaga eða kramar- liúslagaða form, sem er eitt af frumskilyrðum fyrir þvi, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.