Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 40
136
SKINFAXI
5. mynd.
reglulcga settir og hæfilega stórir. Sé kýrin með fullkomiö
júgurlag og kviðlag, þá myndar júgrið og kviðurinn beina
línu frá afturspenum og fram að framfótum (sjá mynd á kápu
og myndir nr. 2 og 5).
Algengustu gallar eru of lítil framjúgur, of stutt og ol'
sítt júgur, of þétt settir og óreglulega settir spenar og oft annað
hvort of stórir eða of smáir.
Við þessa einkunnagjöf er tekið jafnmikið tillit til júgur-
lags og spenabyggingar.
i) Mjöltun: Kýrin á að vera mjög lausmjólka, en ekki lek.
Mikilvægt atriði, sem erfitt er þó að dæma um, er, að hún selji
vel og hreinmjólkist með mjaltavél.
Algengt er, að kýr séu neyðarlega fastmjólkar eða seigmjólka,
en liitt má líka varast, að þær séu ekki lekar. Lekar kýr þekkj-
ast oft á því, að spenaopið er skálarlagað.
j) Mjólkuræðar og mjólkurbrunnar: Mjólkuræðarnar eru tvær
bláæðar, sem liggja frá júgrinu fram eftir kviðnum og upp í
kviðarholið um mjólkurbrunnana.
Mjólkuræðarnar eru álitlegastar, ef þær eru áberandi og
kvíslóttar og mjólkurbrunnarnir sem víðastir. Oft eru þeir
fleiri en einn hvorum megin, og þykir það heldur kostamcrki.
Margir leggja lítið upp úr mjólkurbrunnum og æðum, en hitt