Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 51
SKINFAXI
147
garði. Vann um 100 dagsverk að íþróttavelli sínum. Blað fé-
lagsins kom út fjórum sinnum.
Umf. Þrestir, Innri-Akraneshreppi, vinnur að byggingu
iþróttavallar, 1 ha að stærð. Girti lóð skólahússins í sjálfboða-
vinnu.
Umf. íslendingur, Andakíl, byggir veg að sundlaug félagsins
og hús við hana.
Umf. Reykdæla, Reykholtsdal, gróðursetti 1200 trjáplöntur
i reit sinn. Unnið að endurbótum á félagsheimilinu. Terrazzó
lagt í stiga í forstofu- og snyrtiherbergi. Heldur barnasamkom-
ur á sumardaginn fyrsta. Bókasafn félagsins telur 1010 bindi.
326 lánuð út á árinu.
Umf. Brúin í Hálsasveit ogHvítársíðu gróðursetti trjáplöntur
við samkomuhús sitt að Stóra-Ási. Endurbætti skógræktargirð-
ingu i Þórðargerðishlíð og gróðursetti þar. Gefur út handritað
blað.
Umf Baula, Norðurárdal, minntist 25 ára afinælis með sam-
komu í Bifröst 13. sept. Bauð lieim Umf. Agli Skallagrímssyni
í Álftaneshreppi 18. okt. og liafði samkomu með félaginu i
Hreðavatnsskála. Ræktar skóg í Hreimsstaðalandi.
Umf. Egill Skallagrímsson, Álftaneshreppi, lék Happið eftir
Pál J. Árdal. Á skógræktargirðingu. Bauð hcim Umf. Baulu
í Norðurárdal 23. apríl.
Umf. Björn Hítdælakappi í Hraunhreppi minntist 40 ára af-
mælis með veglegri samkomu að Arnarstapa 6. júlí. Þar er
skógræktargirðing félagsins. Félagar unnu 20 dagsverk i sjálf-
boðavinnu hjá tveimur hreppsbúum við liúsbyggingu.
íþróttafélag Miklaholtshrepps gróðurselti 1000 trjáplöntur
við félagsheimilið að Breiðabliki. Hafinn undirbúningur að
byggingu íþróttavallar þar. Tók þátt í 5 íþróttamótum. Bóka-
safn félagsins telur 320 bindi.
Sundfélag Hörðdæla, Dalasýslu, vann 66 dagsverk að
endurbótum og viðhaldi á sundskála félagsins. Ráðgerir
íþróttavallarbyggingu. Á skógræktarreit við sundlaugina. Far-
in skemmtiferð á liestum í Langavatnsdal.
Umf. Vorboðinn, Þingeyrarhreppi, gróðursetti 500 plöntur i
sameignarreit rélagsins og skógræktarfélagsins. Unnið að lag-
færingu og girðingu við hús félagsins í Hvammi.
Umf. Hvöt, Kirkjubólshreppi, Strand. fór skemmtiferð að
Hólum i Iljaltadal 28. og 29. júní. Þátttakendur 34. Undirbýr
byggingu félagslieimilis í lireppnum.
Umf. Geislinn, Hólmavík, lék Saklausa svallarann. Á 1 lia
skógargirðingu.
10*