Skinfaxi - 01.11.1953, Qupperneq 52
148
SKINFAXI
Umf. Vorboðinn, Engihlíðarhreppi, gefur út handritað blað.
Gróðursetti 7—800 trjáplöntur í skógargirðingu hreppsins.
Umf. Æskan, Staðarhreppi, fór skemmtiferð i Vaglaslcóg.
Þátttakendur 40. Plantaði i gróðurreit sinn.
Umf. Tindastóll, Sauðórkróki, hyggir íþróttavöll. Vann mörg
dagsverk við endurbyggingu félagsheimilisins Bifrastar. Á gróð-
urreit og ræktar þar blóm og tré.
Umf. Glóðafeykir, Akrahreppi, girti umliverfis sundláug fé-
lagsins og hyggst rækta þar trjágróður.
Umf. Hjalti, Hólahreppi, gróðursetti 1200 plöntur i reit sinn.
Tún félagsins leigt út til slægna. Gefur út handritað blað.
Umf. Möðruvallasóknar gaf kr. 2500.00 til fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri. Félagið á girtan trjáreit. Vann í sjálfboða-
vinnu að uppsetningu girðingar umhverfis sundlaugina að
Laugalandi i Hörgárdal.
Umf. Svarfdæla, Dalvík, hafði 78 kvikmyndasýningar. Lék
sjónleikinn „Drengurinn minn“ i samvinnu við Leikfélag Dal-
víkur. Hélt fjórar kvöldvökur fyrir félagsmenn og afmælis-
fagnað 30. des. Gróðursetur trjáplöntur. Félagsmenn vinna i
sjálfboðavinnu við allar kvikmyndasýningar.
Umf. Framtíðin, Hrafnagilshreppi, vann að endurbótum á
gróðurreit félagsins og íþróttavelli. Girðing sett um hann. Gerl
við samkomuhús félagsins.
Bindindisfélagið Dalbúinn, Saurbæjarhreppi, hófst handa um
örnefnasöfnun. Vann að knattspyrnuvallargerð á Melgerðismel-
um. Gróðursetti á annað hundrað trjáplöntur í reit sinn. Fé-
lagsmenn heyjuðu 11 hesta og seldu. Skógargirðingin i Leynis-
hólum cndurbætt. Þar er árlega haldin útisamkoma einn dag
á sumrin með ræðum, íþróttum o. fl. skemmtiatriðum.
Umf. Saurbæjarhrepps lék Hreppstjórann á Hraunhamri 5
sinnum við góða aðsókn.
Umf. Æskan, Svalbarðsströnd, byggir íþróttavöll. Starfrækir
yngri deild. Gaf kr. 1000.00 til sjúkrahússins á Akureyri. Vann
í gróðurreit félagsins.
Umf. Gaman og alvara, Ljósavatnshreppi, setti upp tvær skóg-
ræktargirðingar. Svæðið í hvorri 1 lia að stærð. Hafði nám-
skeið í þjóðdönsum og leiklist.
Umf. Mývetningur byggir félagsheimili aað Skútustöðum i
samvinnu við hreppinn. Allir karlmenn félagsins lögðu fram
2 dagsverk í þegnskylduvinnu og enn fremur nokkrar stúlkur.
Lék sjónleikinn „Maður og kona“ sex sinnum viðs vegar um
héraðið.