Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1953, Side 53

Skinfaxi - 01.11.1953, Side 53
SKINFAXI 149 Umf. Reykhverfingur, Reykjahverfi, steypti að nýju botn sundlaugarinnar á Hveravöllum. Gaf út handritað blað. Umf. Fram, Hjaltastaðaþinghá, vinnur að byggingu félags~ heimilis. Unnar 203 st. í sjálfboðavinnu. Byggir íþróttavöll á sama stað. Grafinn 300 m langur skurður til framræslu vallar- ins. Félagið á 10 ær. Umf. Eiðaskóla, Eiðum, efndi til vísnasamkeppni innan skól- ans og veitti verðlaun. Fimm sendu kvæði og margir lausavis- ur. Lék sjónleikinn „Græna lyftan“. Umf. Árvakur, Fáskrúðsfjarðarhreppi, vann mikla sjálfboða- vinnu við samkomuhús sitt. Farin skemmtiferð í Skrúð á þrem- ur bátum. Þátttakendur 40. Umf. Stöðfirðinga sýndi sjónleikinn „Orustan á Háloga- landi“. Fór leikför til Fáskrúðsfjarðar. Undirbýr sundlaugar- byggingu. Umf. Hrafnkcll Freysgoði, Breiðdal, gróðursetti um 2000 trjáplöntur í samvinnu við skógræktarfélag sveitarinnar. Gerð- ar mælingar að fyrirhuguðum íþróttaleikvangi félagsins, og unnið fyrir kr .30 þús. i samkomuhúsi félagsins. Nokkur gjafa- dagsverk unnin hjá félögum, sem voru að byggja íbúðarhús. Umf. Yísir, Suðursveit, minntist veglega 40 ára afmælis. Lék sjónleikinn „Græna lyftan" fjórum sinnum. Umf. Öræfa gróðursetti 500 trjáplöntur og girti reit félagsins að Hofi. Hélt 11 félagsfundi á árinu. 30—60 manns á hverjum. Gefur út handritað félagsblað. Styrkti kaup á kvikmyndavél fyrir barnaskóla hreppsins. Umf. Ósk, Fljótshverfi, fór skemmtiferð á hestum á Foss- fjörur. Bókasafn félagsins telur 620 bindi. Umf. Kjartan Ólafsson, Mýrdal, gróðursetti 150 plöntur i trjágarð félagsins. Raflýsti samkomuhús sitt frá rafstöð næsta bæjar. Hélt 14 daga söngnámskeið. Mörg spilakvöld haldin. Farin berjaferð upp í Skaftártungu. Umf. Trausti, V.-Eyjafjöllum, lék sjónleikinn „Karlinn í kass- anum“ 5 sinnum. Umf. Merkihvoll, Landsveit, gróðursetti 500 trjáplöntur í reit sinn að Brúarlundi. Hefur lagt kr. 41 þús. i byggingu fé- lagsheimilis, auk sjálfboðavinnu. Umf. Ásahrepps vígði félagsheimili sitt með hátiðlegri athöfn 29. nóv. Þar fluttu ræður sýslumaður og þingmenn Rangæinga, íþróttafulltrúi ríkisins og formaður félagsins, Ólafur H. Guð- mundsson, Hellnatúni. Bókasafn félagsins telur 750 bindi. Gef- ur úr handritað blað.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.