Skinfaxi - 01.11.1953, Blaðsíða 59
SKINFAXI
155
Reykjavík, 8. sept. 1953.
Ungmennafélag íslands,
c/o Daníel Ágústínusson,
P.O. Box 406,
Reykjavík.
Þar sem þér hafiS eigi svarað bréfi voru dags. i marz s.l.,
þar sem vér buðum Ungmennafélagi íslands að gera við oss
samning vegna ungmennafélaganna, tilkynnum vér yður liér
með, að ungmennafélögunum er stranglega bannað að láta, án
sérstaks leyfis frá oss, nokkuð verndað tónverk hljóma á sam-
komuin er þau lialda, að viðlagðri ábyrgð lögum samkvæmt.
Vér munum nú þegar láta eiðfestingarvotta fylgjast með lög-
brotum félaganna og liafa i huga að liöfða eitt mál gegn ung-
mennafélögunum út af hverju þvi vernduðu lagi, sem þau kynnu
að láta hljóma á samkomum sínum.
í þessu sambandi viljum vér benda yður á, að s.l. vor var á
bæjarþingi Reykjavíkur kveðinn upp dómur i máli, er vér
höfðum höfðað gegn Hótel Borg út af 8 lögum, er höfðu verið
leikin i salarkynnum hótelsins. Eigandi Hótel Borg var dærnd-
ur til þess að greiða oss kr. 800,00 (þ. e. kr. 100,00 pr. lag)
í bætur fyrir hinn óheimila flutning laganna, auk þess var
hann dæmdur til að greiða oss kr. 1.2000,00 í málskostnað.
Þetla tilkynnist yður liér með.
Virðingarfyllst,
Fyrir Stef,
samband tónskálda og eigenda flutningsréttar,
Gisli Einarsson.
Það skal telcið fram út af bréfi því, sem sent var i marz, að
stjórn U.M.F.Í. taldi sig ekki hafa neitt umboð frá ungmenna-
félögum landsins til að gera slika samninga fyrir þeirra hönd
og enn liggur slíkt umboð ekki fyrir. U.M.F.Í. vænlir þess, að
Umf. taki eiðfestingarvottana með í sönginn og skemmti þeim
vel. Þeir munu vafalaust upplýsa, hvað eru „vernduð“ eða
óvernduð lög.
Skrifstofa U.M.F.Í.
er á Lindargötu 9 A, efstu hæð. Hún er opin á mánudögum
og fimmtudögum kl. 16—19. Auk allra venjulegra málefna
U.M.F.Í. annast hún afgreiðslu og innheimtu Skinfaxa.
2. hefti Skinfaxa 1941
er keypt á afgreiðslunni. Umf. eru vinsamlega beðin að senda