Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 2

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 2
2 SKINFAXI lenzkum ungmennafélögum. Að þeir sýni með þvi hinum erlendu gestum styrkleika U.M.F.Í. og verði aðnjótandi þeirrar vakningar, sem slik mót veita. U.M.F.Í. leggur því 'mikla áherzlu á almenna þátt- töku ungmennafélaga í þessu æskulýðsmóti og treyst- ir því, að margir vilji eiga ánægjulega samverudaga með norrænum félögum að Laugarvatni í sumar. Kostnaði verður mjög stillt í hóf og liann áætlaður um kr. 40.00 á dag (fæði og gisting). Þar að auki eiu smáferðir um nágrennið,sem æskilegt er,að íslending- ar taki þátt í. Að lokum verður farin ferð um Borgar- fjörð, sem einkum er ætluð hinum erlendu gestum, þótt þeirn íslendnigum, sem þess óska, sé velkomið að vera með. Gæti það orðið mörgum skemmtileg mótslok. Tilkynning um þátttöku í mótinu ber að senda til skrifstofu U.M.F.Í. Edduhúsinu, pósth. W6, fyrir 1. júní næstkomandi og láta þess getið um leið, hvort óskað er eftir að vera með í Borgarfjarðarferðinni 6. júlí. DAGSKRÁ norrænu æskulýðsvikunnar á Laugarvatni dagana 30. júní til 6. júlí 1954. 30. júní, miSvikud. Ekið um nágrenni Reykjavikur. 1. júlí, fimmtud. Fyrir hádegi ekið um Reykjavik. Kl. 12.00 Hádegisverður. — 13.30 Lagt af stað til Laugarvatns. — 14.30 Komið til Hveragerðis. Garðyrkjuskól- inn skoðaður. — 16.00 Kaffi á Selfossi. Laugardælabúið og Mjólkurbú Flóamanna skoðað. — 18.00 Ekið af stað til Laugarvatns. — 21.00 Norræna vikan sett:. Séra Eiríkur J. Ei- ríksson. Ávörp erlendra gesta.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.