Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 38
38 SKINFAXI Bolbeygja áfram, klappa 3svar á gólf (jörð) og rísa upp á fjórða takti (3 umferðir). — VI. Fætur sundur: Spenna greipar fyrir ofan höfuð. Bolvinda í hring, 3 hringi til vinstri og aðra 3 til hægri. Athugið að gefa ekki eftir í linjám og halla vel aftur á bak.,— VII. Hlaupa á sama stað, fyrst liægt og svo liratt til skiptis, nokkrum sinnum. Æfingartími 45-—-60 minútur. Á sunnudögum er hægt að hafa skiptiæfingar, þegar veður leyfir. Leggið þá mikla rækt við samleik. Munið, að það er frekar auðvelt fyrir þann, sem hefur knöttinn að gefa liann til samherja sinna, ef þeir hafa leikið sig lausa (ódekkaða). Það er því mest undir þeim komið, sem ekki liafa knöttinn, livort hægt er að hafa góðan samleik. Æfið tvisvar til þrisvar i vilcu og munið að vera hlýtt klædd- ir, þá koma æfingarnar að meiri notum. Innanhússæfingar. Hér eru nokkrar æfingar, sem hægt er að æfa í fimleikasal. Með slíkum æfingum, sem hér fara á eftir, er hægt að bæta miklu við knattmeðferðina að vetrinum til. 1. Byrjið æfinguna með að hlaupa (hita ykkur upp) í 7—10 mín. Svo takið þið staðæfingarnar, sem eru gefnar upp við utanhússæfingarnar og bætið svo þessum við: 2. I. Grúfa, hendur undir höku: Brjóstfetta ineð armteygju út (5 sinnum). — II. Grúfa, liendur undir öxlum: Armrétta og beygja til skiptis (6 sinnum). — III. Baklega, hendur niður með liliðum, lyfta fótum fet frá gólfi og slá þeim sundur og í kross, til skiptis liægri og vinstri fyrir ofan. Þessa æf- ingu á að gera frjálst og ekki lcngi í einu. — IV. Liggja á baki og hjóla. 3. Skalla á milli 2 og 2 eða 3 og 3. Um leið og skallað er snýr andlit þess, sem skallar, í þá átt sem skallað er. Skallið alltaf með enninu, aldrei með vöngunum. 4. Spyrna innanfótar, tveir eða þrír. Um leið og spyrnt er vís- ar fóturinn, sem staðið er í, í þá átt sem spyrnt er. Gerið þessa æfingu bæði með því að stöðva knöttinn fyrst, og svo með því að spyrna strax. 5. Hlaupa í liring 3 og 3. Gefa knöttinn alltaf inn í bilið fyrir framan þann, sem á að taka við honum. Spyrnið innan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.