Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 28

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 28
28 SKINFAXI ljóskerin, sem prýða landslagið eins og bros í öllum áttum. Allt saman bambus og litaður pappír. Og stundum, þegar ég hef verið á gangi í þorpinu, hef ég rekizt á prýðilegan kastala með fjölda af turnum, spírum og litlum gluggum og dásamleg- um grindum, og þetta er allt bambus og litaður pappír líka. Að baki þess er ekkert annað en lítill strákofi þorpsvefarans. En um stundarsakir, eða þangað til stormurinn blæs eða regnið kemur, getur hann látið sig dreyma um, að hann búi í höll. Og ég sagði við sjálfan mig, að þegar allt kæmi til alls væri þetta ekki meira en sumt af hinum fáránlegu huggunarblekk- ingum siðmenningarinnar. Hugsið yður skemmtunina við að gera sjálfri yður geysi- mikinn fíl eða tígrisdýr, miklu stærra en lifandi dýr þessarar tegundar, og sitja síðan þar inni laus við allar áhyggjur og hafa hreint ekkert merkilegt fyrir stafni, aðeins berja bumbu, blása í flautu eða skella smellum. Er þetta kannske ekki ánægju- legt líf? Eina traustgerða byggingin á hátíðasvæðinu er musterið eða pagoda, eins og það nefnist. Það gnæfir hátignarlega og ber við alstirndan himin. Ég vildi mjög gjarnan mála af því mynd handa yður. Mér er sagt, að mikið af dýrindis steinum og firn af gulli hafi verið grafið undir musterinu, þegar það var byggt. En heiðursmaðurinn, sem fræddi mig á þessu, — hann var Burma- búi, — hló ánægjulega og sagðist ekki vita, hvað mikið væri eftir af gersemunum núna; menn vonuðu hið bezta. Efst á musterinu hvolfir lítil regnhlíf, einnig sett dýrindis steinum. Á stéttinni eru líkneski af Búdda í margs konar stellingum. Þau eru flest svolítið af sér gengin og ónáðuð af spörvum. Rétt þar hjá er stór klukka, sem slegið er í, þegar beðizt hefur verið fyrir, en bænirnar berast síðan á öldum bergmálsins til hásætis Hinna Miklu. Þegar ég stend þarna upp frá í góðu sólskini og kyrrð, verður mér hugsað til Westminster Abbey, sem ég hef miklar mætur á. f hinum ýmsu trúarsiðum sveipa menn guð sinn leyndar- dómi og steinlíkneskjum, allt eftir smekk sínum og mismun- andi skoðunum. Ég geri ráð fyrir, að einhvers staðar sé einn guð. Við reynum að nálgast hann á ýmsan hátt og hugsum okkur hann í eigin mynd. Við reisum honum musteri eftir okkar geðþótta og erum fjarska hreyknir af. En vafalaust dvelur hann einhvers staðar utan við og hlær góðlátlega að þessum barnaleikföngum. Ég heimsótti hérna klúbb, þar sem margt fólk sat umhverfis

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.