Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 39
SIÍINFAXI 39 fótar, samanber næstu æfingu á undan. Snúa við og hlaupa á liinn veginn. Spyrnið með vinstri og hægri, eftir þvi á hvorn veginn er hlaupið. 6. Knötturinn stöðvaður: Undir ilina, ofan á ristina og á brjósti. Um leið og þið stöðvið knöttinn þá gefið vel eftir, svo að hann hrökkvi ekki frá ykkur. Við þessar æfingar er knettinum kastað til þess, sem á að stöðva hann. 7. Hlaupa með knöttinn um gólfið í hringjum, sitt á hvað og leika honum i hverju skrefi, innan- og utanfótar, til skiptis hægri og vinstri. 8. Boðhlaup með knöttinn: 2 raðir. Raðið upp skemlum eða einliverju öðru í beina línu með ca. 1,25 m. millibili. Lcikið knettinum á milli, út fyrir endann og svo til baka aftur og þá tekur næsti við. 9. Skipta á mark. 3—4 í liði eftir stærð salarins. Notið skem- il fyrir mark og þegar knötturinn fer i það, þá telst mark skorað. Ef notuð er handknattleiksmörk, þá má ekki skora mark, nema að komið sé inn fyrir markbogann, og er þá ekki hafður markvörður. Leggið mjög mikla áherzlu á sam- leik. Þeir, sem eru ekki með knöttinn, verða að sjá um að leika sig lausa. Notið ekki fastar ristarspyrnur, því að þær geta valdið skemmdum á salnum. Markmann er ágætt að þjálfa á dýnu og skal knettinum varpað á hann. Æfingarthni 45—60 mínútur. Allar æfingar úti og inni eiga að enda með góðu baði. Við allar knattæfingar ber að leggja mjög mikla áherzlu á mýkt. Sá, sem er stífur og beitir kröftum við knöttinn missir hann langt frá sér og þá oftast til mótherja. Gerðu upp við sjálfan þig, til livers þú ert að æfa knatt- spyrnu, og þú munt sjá að árangurinn hjá þér fer mikið eftir þessu uppgjöri. Ykkur gefst oft tækifæri til að svíkjast um á æfingum, en með því móti svikið þið ekki aðeins sjálfa ykkur, lieldur einnig félaga ykkar. Eftir því sem fleiri æfa og samvinna er betri, þeim mun meiri von er um góðan árangur. Óli B. Jónsson.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.