Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 19
SKINFAXI 19 biðja hugsunarlaust, án þess að gera sér ljóst, hvað i henni felst. Verktækni og framförum her að fagna að ákveðnu marki. Kostir þeirra og þægindi mega hvorld koma mönnum upp á lióflaust sjálfsdekur, né taumlausa kröfuhörku um síaukin lífsþægindi. Og ekki heldur leiða menn yfir mörk fjárhagslegrar getu. 1 eðli sínu ætti hinn rétti tilgangur tækni og framfara að vera sá, að létta af mönnum hyrði of mikillar vinnu og búa þeim hófleg lifsskilyrði og þægindi, svo þeir fái notið sín. Annað er misnotkun. Tæknin er ekkert takmark í sjálfu sér, en hún getur orðið manninum hjálpartæki til aukins þroska, og er það sennilega oftar en hið gagn- stæða. En starfið, sjálft viðfangsefnið, hvert sem það annars er, er aðalatriðið jafnt fyrir þvi. Sennilega njóca menn mest og hezt baráttunnar fyrir auknum þæg- indum og framförum, meir en þægindanna sjálfra. Hugsjónin, vinnan við að koma henni í framkvæmd, sköpunargleðin sjálf, er miklu meira virði en þægindir , sem nýjungin veitir, þegar hún er komin í kring. Kyrrstaðan er manninum óeðlileg, jafnvel óhugsandi, annað hvort fer honum fram eða aftur, sækir til sigurs eða lætur undan síga til hnignunar. Sérhver maður krefst viðfangsefna, og fái hann þau ekki, er hnignunin óumflýjanlegt hlutskipti hans. Þægindin eru fljót að gleymast. Fyrst, á meðan þau eru ný, finnst manni mikið til þeirra koma, en áður en varir eru þau orðin svo sjálfsagður hlutur og kostir þeirra hversdagslegir, að menn verða þeirra tæplega varir. Þá eitt er fengið er annað eygt, sem þarf að fá. Hér eru engin talunörk önnur en þau að kunna jafn- framt skil á göllum þeirra og hættum. Tækninni verður að setja hóflegar skorður, annars nær lnin ekki sinum rétta tilgangi og veldur óþörfu tjóni. Island er harðbýlt land. Forfeður okkar, jafnvel afar og ömmur þeirra, sem nú eru ungir, bjuggu við 2*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.