Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 35

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 35
SKINFAXI 35 reykjarsvælu margra ára, sem smám saman lierðir kyrkings- tak sitt um æðar þess og tekur fyrir súrefnið, sem er þvi lífs- nauðsyn. Hann var ekki kallaður til, þegar sjúklingurinn var ungur og var að velta þvi fyrir sér, hvort liann ætti að hyrja að reykja eða ekki. Tvennt ætti hver maður að íliuga gaumgæfilega áður en hann byrjar að reykja: 1. Engan langar til að reykja áður en liann hefur reynt það, nema þá af hégómaskap, eða mis- skilningi. Fyrstu sigaretturnar eru ávallt vondar, jafnvel þótt mönnum verði ekki illt af þeim. 2. Eftir að menn hafa vanið sig á að reykja er mjög erfitt að liætta, svo erfitt, að margir segjast alls ekki treysta sér til að reyna það. Gefur tóbakið mönnum þá svo mikla nautn'og velliðan, að vert sé að fórna nokkru og stundum miklu af lífi sínu og heilsu fyrir það? Því fer mjög fjarri. Munurinn á líðan tóbaksmannsins og hins sem ekki reykir, er aðallega sá, að þegar tóbaksmaður reykir, iiður lionum álika vel og þeim, sem reykir ekki, líður alltaf. En þess á milli líður honum verr, því að á honum mæðir stöðug löngun í reyk. Oscar Wilde sagði, að sígarettan veitti manni fyrirmyndar- nautn, af þvi að henni fylgdi engin fullnæging. Réttara hefði verið að segja, að hún væri litilfjörleg nautn, af því að hún veitir svo lélega fullnægingu, að mann fer fljótt að langa i aðra. Ungar stúlkur ættu að athuga vel sinn gang áður en þær byrja að reykja. í fyrsta lagi vegna þess, að engum karlmanni lizt betur á þær, nema siður sé. Það verður þungur skattur á heimilinu, ef bæði hjónin reykja nokkuð til muna. En sér- staklega vegna þess, að konum, sem reykja, hættir mikið til að fá króniskt lungnakvef af reyknum, sem þær anda ofan í sig, og þessi króniska bólga í öndunarfærunum tekur á sig sérstakt form, þannig að konan tekur til að hósta á morgn- ana, liefur þurran, Ijótan rolluhósta, sem fælir menn frá henni. Auk þess hættir öllum konum, sem reykja mikið, til þess að fá af því gráan, Ijótan litarhátt, sem skapast af margendur- teknum samdrætti í hörundsæðunum, svo að húðin nærist illa og verður ljót. Auk hættunnar, sem æðum mannsins stafar af tóbakinu, ekki aðeins í hjarta, heldur einnig heila, maga, fótum og víð- ar, er ein liætta, sem menn bjóða heim með tóbaksnautn, einkum sígarettureykingum. Það er krabbameinið. Því meira sem menn reykja, því meiri liætta er á að menn fái krabba- mein í tungu, raddbönd eða lungu. Krabbamein í lungum 3*

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.