Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 7
SKINFAXI 7 hengiflug upp úr firðinum. Þessi leið er hrikaleg en um leið fögur og hrífandi. Gleymir henni enginn, sem séð hefur, og má um liana segja, að sjón er sögu ríkari. Daginn eftir fórum við yfir í Valdresdalinn og skoö- uðum ýmsa merka staði, m.a. stafakirkju. Um kvöldjð skoðuðum við byggðasafnið á Litlahamri, sem víðfrægt er, og þótti okkur mikið til þess koma. Var sérstaklega gaman að kynnast þarna gömlum liúsum og bæjum. Ekki var síður eftirminnilegt að sjá hin fornfálegu áhöld og tæki, öll á sínum stað. Einna mesta aíhygli mína vöktu gömul lækningatæki, t. d. kylfan, sem notuð var til að deyfa með, o. fl. — Næstu nótt gistum við í litlum gististað um 14 km frá Litlahamri. Þriðji dagurinn hófst með heimsókn að Aulestad, sem varbústaðurBjörnstjerneBjörnsson, eins og kunnugter. Er þar allt með kyrrum kjörum frá því Björnson-hjonin bjuggu þar. Sonardóttir skáldsins tók á móti okkur. Þegar hún frétti, að okkar væri von, lét hún draga is- lenzka fánann að hún á hinni miklu fánastöng. Hún Langferðabíllinn hjá Aulestod.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.