Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 31
SIÍINFAXI 31 að en opið skólpræsi, þar sem hann flytur mest af úrgangi bæjarins út í ána. Eftir herbergin nu'n í Cambridge, þar sem sá niður eftir fallegri Camánni, þykja mér þetta heldur rauna- leg umskipti. Þarna fljóta dauðir hundar og kettir, úrgangur úr sláturhúsum þorpsins og mikið af hvers konar rusli. Eg hef gert það, sem í mínu valdi stcndur til að útiloka þessa útsjón með því að byrgja algerlega þessa hlið hússins, en hafa einungis þá hlið opna til loftræstingar og útsýnis, sem að verzlunarhverfinu snýr. Verzlunarhverfið er að mestu leyti byggt úr bárujárni, með einstaka aflóga timburhúsi hér og þar. Húsin eru öll ósköp lágreist, eins og þau húki á hækjum sér í rykinu. I hverfinu eru litir margbreytilegir og sterkur þefur. Geitur, holdsveikissjúklingar og ferðamenn á emjandi uxakerrum eru á stöðugri hringrás, og Burmadrengir leika á hljóðpípur, svo að mér þarf ekki að leiðast nokkra stund. Gegnt húsi mínu er stór verzlun með skilti, er á stendur: „Ágæt kínversk sölubúð. Ljósmyndir. Tannlæknir.“ Dómhúsin, þar sem ég vinn daglega, eru byggð úr gulleitum tígulsteini, máluð fölgræn að innan, svo að manni finnst einna helzt, að maður sé kominn inn í melónu, sem sé ekki alveg eins ný og áður var. Annars hef ég oft furðað mig á, hvað enska stjórnin er hrifin af tígulsteinabyggingum. Þetta er þó ekki byggingarefni, sem vel hæfir loftslaginu hér; það kólnar seint í hita, og í jarðskjálfta er það fullþungt til að hrynja yfir fólk. í dómhúsaþyrpingunni er fangelsi, sem valdið hefur mér skelfingu. Það er lítið, með grindum að framan, eins og hunda- kofi, og í það cr kakkað miklu meira af mönnum en rúm er fyrir. Þegar ég geng hjá, halda þeir um rimlana og stara út eins og dýr. Slík stofnun væri ekki lengur þoluð í Englandi. Þetta er hræðileg sjón. Ég vona bara, að þetta hafi tilætluð áhrif sem tyftun. Það myndi sannarlega tyfta mig.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.