Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 11

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 11
SKINFAXI 11 Grundtvig-skólinn á Frederiksbergi. höll. Um kvöldið komum við í Grundtvigskólann á Friðriksbergi og borðuðum þar. Var þar samkoma ug flutti Bjarni M. Gíslason rithöfundur erindi um Island og sýndi þaðan litkvikmynd. Var þessu prýðilega tekið. Síðasta kvöldið í Kaupmannahöfn var okkur haldið skilnaðarhóf. Voru þar ræður fluttar og gleðskapur mikill. — Hvernig ferðuðust þið svo aftur heim? — Við tókum okkur far með Gullfossi frá Kaup- mannahöfn, um Leith og Edinborg, og komum t'I Reykjavíkur að kvöldi 1. júlí. Gekk heimferðin ágæt- lega, eins og öll ferðin í heild. — Hvað viltu svo að lokum segja um ferðina al- mennt? — Ég vil segja allt hið bezta um hana. Hún tokst afbragðs vel frá upphafi til enda. Munu allir þátltak- endur áreiðanlega ljúka upp einum munni uin það. Má segja, að við værum í sjöunda himni alla ferðina. Veðrið var afbragðs gott alla leiðina, en nokkuð heiít.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.