Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 30

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 30
30 SKINFAXI legum smáatriðum og órciðudráttum; heildarsvipurinn ring- ulreið. Hér er lífið einskis virði, og dauðinn sömuleiðis. I dag rekst ég á hann bak við hurð. Ég hef verið að skoða kerrur til þess að ferðast í hér um, og í gær heimsótti ég því Kínverja, sem hefur þær til sölu. Þá sé ég fót rekast fram frá hurðarbaki. Ég gaf því lítinn gaum þá, hélt, að þar væri einhver sem breytti degi í nótt, eins og þetta fólk gerir tíðum, og fengi sér ofur- litinn lúr. En í morgun, þegar ég kom þar aftur til að gera kaupin, er fóturinn kyrr á sama stað í sömu stellingu. Ég spyr þá Kínverjann um fótinn og var ekki meir en svo rótt. En hann hló mikið og sagði: „O, já, það er allt í lagi.“ Þetta var bara faðir hans, sem dáið hafði úr plágunni, og hann var einmitt að biða eftir kistunni þessa stundina. Ég spurði Kínverjann, hvort hann óttaðist ekki, að hann smitaðist af sóttinni. Hann svaraði, að hann hefði hreint engan tíma til að hugsa um slíka hluti núna, þar sem verzlunin væri með örara móti. Margs konar sjúkdómar ganga í borginni, og umhverfið er ekki sem heilsusamlegast. Ég hef líka verið óheppinn með hús- næði. í rauninni fylgir hús embætti mínu, en í því býr Eng- lendingur, ásamt konu sinni og litlu barni. í sannleika hef ég ekki brjóst í mér til að krefjast þess af honum, enda er ég ekki viss um, að sú krafa mín yrði tekin til greina. Þér skiljið, ég er farinn að vita, hvar ég stend. Þetta hús, sem ég ætti að fá, er á góðum stað, stendur á hæð rétt hjá golfvellinum. Það er í jaðri frumskógarins, og því nær töluverður ferskur blær að blása þarna að kvöldinu. Ég hcf aftur á móti smáhús í mangarahverfinu. Maður getur gert sér í hugarlund, að þeir hafi hugsað sem svo: „Hann er Indverji, og honum stendur því á sama, hvar hann býr.“ Þess vegna hefur ekki verið ráðgazt við mig um þetta atriði. Mér finnst dálítið skrýtið, að fólk skuli ekki skilja, að við lærum ýmsa aðra hluti í Englandi en þá, sem standa bein- línis í bókum, og kunnum allvel að meta hreinlætisvenjur Vesturlandabúa. En ég er sífellt að sjá þess merki í augum ensku frúnna, sem verða að bjóða mér hér við og við til mið- degisverðar, að þær eru haldnar miklum ótta við, að ég kunni ekki að haga mér við borðið. Ætti ég kannske að bæta þess- um orðum á nafnspjaldið mitt með smáu letri: „Ábyrgð tekin á vel þjálfuðum borðsiðum"? Jæja, ég má til að scgja yður frá þessum nýja bústað mín- um. Hann er á bakka smálækjar, sem er I rauninni ekkert ann-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.