Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 34

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 34
34 SKINFAXI máttlaus og kastar upp. En þótt lionum líði illa, hefur hann venjulega ekki neytt svo mikils tóbaks, að það verði homun að bana, þótt slikt geti komið fyrir. En með margendurteknum smáskömmtum má venja sig a að þola nikótín, eins og annað eitur. Það er að segja, menn venja sig á að þola það þannig, að þeim verður ekki sýni- lega meint af því. En eitrið verkar þrátt fyrir það jafnt og þétt, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár, liægt og bítandi, sérstaklega á æðarnar, þannig að þeim hætt- ir til að stirðna, kalka og þrengjast. Menn lnigsa oft og segja, að ein sígaretta geri ekkert til. En ef mann hefur t. d. kalið, svo að fætur hans eða hendur eru í liættu vegna lé- legrar blóðrásar, getur ein sígaretta gert stórkostlegan skaða með því að loka blóðrásinni. í Kóreustyrjöldinni hefur mikið borið á kali á fótum herinannanna. Fyrsta boðorð hjá þeim, sem verða fyrir því, er að smakka ekki sígarettu, annars getur það munað því, að þeir missi fótinn. Margir unglingar byrja að reykja af þvi að þeim finnst mannsbragur að því. En þið, sem nú eruð ung, megið búast við því, að þegar þið eruð orðin fullorðin, þyki alls ekki fínt að reykja, heldur miklu fremur hið gagnstæða. Sá tími er sennilega ekki langt undan, að þeir sem reykja ekki, verða teknir fram yfir liina sem reykja, bæði i atvinnu- og i sam- kvæmislífinu. Atvinnuveitandinn kemst ekki lijá því að veita þvi athygii, að mörg stundin fer fyrir lítið hjá þeim, sem reykja. Auk heilsu- og fjártjónsins, sem af reykingum hlýzt, fylgir þeim sá galli, að sá sem reylcir, sættir sig betur við iðjuleysið. Honum finnst liann vera citthvað að gera, þegar hann er að reykja. Það færi betur, að hann gerði sér ljóst, livers konar vinna það er, sem liann er þá að stunda: Hann sér, þegar hann brennir gat á fötin sín með sigarettunum, en hann sér ekkert af öllum þeim götum, sem hann brennir á heilsu sína, engar af öllum þeim skemmdum, sem liann svælir inn i æða- kerfi sitt. Ilver sem reykir mikið, má búast við því að fá kölkun í æðar sínar, svo að þær þrengjast löngu fyrir tímann. Eink- um er hætt við að þrengslin geri vart við sig þar sem verst gegnir, nefnilega í kransæðunum, sem næra hjartað. Kval- irnar og angistin, sem fylgir krampanum i kalkandi hjarta- æðum, geta tekið á taugar læknisins, sem verður að liorfa upp á þær. Honum finnst liörmulegt að vera vottur að kvöl- um sjúklingsins, sjáandi livernig lijartað er að kafna undan

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.