Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 36

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 36
36 SKINFAXI hefur aukizt mjög mikið frá þvi sem var, og á aukin sígarettu- neyzla meginþáttinn í þeirri aukningu. Þið, sem eruð ung, verðið að vita, að hver sem byrjar á að reykja, verður að gera ráð fyrir, að hann grafi undan heilsu sinni með því. Þegar stúlkurnar, sem reykja, fara að ganga með börn sin, líður blóðrás legsins við það, og fóstrið getur orðið fyrir eitrun, sem verkar skaðlega á andlegt og líkamlegt atgervi þess. Það er ekki einungis, að konan skemmi sínar eigin æðar, heldur spillir hún næstu kynslóð, svo að barnið hennar, sem hún vildi gera allt fyrir, getur orðið verr úr garði gert en skyldi, þróttminna og verr undir vos lífsins búið! Unglingarnir, jafnt piltar sem stúlkur, verða að gera sér ljóst, að frá sjónarmiði heilsunnar mælir allt á móti tóbaks- nautn, en ekkert með henni. Tóbakið gerir engum manni gagn, en mörgum illt, sem neyta þess að nokkru ráði. Hjá sumum spillir það heilsunni tiltölulega fljótt, en aðrir þrauka lengur. Enginn getur þó sagt um það fyrirfram, live viðkvæm- ur hann er fyrir tóbakinu. Tóbakið er dýrt. Það er þungur skattur, sein menn mundu risa öndverðir gegn, ef hann væri á þá lagður. En af fúsum vilja leggja menn þennan skatt á sig, ekki aðeins á pyngju sína, þar sem hann hvílir með miklum þunga, heldur einnig á heilsu sína, þar sem hann hvílir enn þyngra og veldur ómæl- anlegu tjóni. Það verður aldrei um of brýnt fyrir unglingunum, piltum og stúlkum, að hver sem vill varðveita dýrmætustu eignir sínar, heilsu, fegurð og starfsorku, þarf að líta á tóbak eins og eitur og forðast það eins og eitur. Ekkert er hægara en að byrja aldrei að reykja. Fátt er erfiðara en að hætta að reykja, þegar menn liafa vanið sig á það. Byrjið því aldrei á þvi. (Prentað eftir bæklingi S.B.S.).

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.