Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 14
14 SKINFAXI í íjúrliiÍM Þarna kemur hún fram með fangið í fangi sér. Og ærnar þyrpast glaðar á garðann, þegar gefið er. Hún dreifir heyinu. Hárið blaktir við háls og kinn og sveiflast prýtt með svolitlu af mosa við samfestinginn. Þú sérð að hún er 16 ára, sviplétt og grönn. Hún horfir niður dálítið dreymin í dagsins önn. Þú sérð í augunum blik eða bjarma gegnum bráhárin löng. Og varirnar opnast, votar og rjáðar, eins og varir í söng Þú sást hana í dansi, léttfætta og lipra með tjósbrúna skó, skrjáfandi silki bærðist á brjósti, lxún brosti og hló. Hún hallaðist aðeins að unglingsins barmi i óljósri þrá. Þú fannst í augunum flöktandi glampa. — Var hún fallegri þá? Þú sást hana í fimleikum, frjálslega, mjúka og fagnandi um leið. Þú gladdir þig við hennar grönnu limi og gelgjuskeið.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.