Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 46

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 46
46 SKINFAXI koman var yel sótt og að henni mikill menningarauki fyrir byggðarlagið. í janúar var sameiginleg samkoma Umf. Samliygðar, Umf. Stokkseyrar og Umf. Eyrarbakka. Var þar einnig fjölbreytt dagskr.á og þótti vel takast. Þessi starfsemi Umf. er mikillar athygli verð og ættu sem flest félög að taka liana upp. Frá Umf. Samhygð í Gaulverjabæjarhreppi. Félagið hefur ákveðið að láta gera kvikmynd af sveitinni og störfunum í henni. Skal verkinu lokið á 50 ára afmæli félagsins 1958. Félagið hefur hal'ið söfnun örnefna af fullum krafti. Þá hyggst félagið vinna í þegnskylduvinnu að varnar- görðum, sem gera þarf, svo Þjórsá brjóti ekki land á tveimur bæjum í sveitinni. Þá hefur Samhygð ákveðið að beita sér fyrir fjársöfnun fyrir sjúkraliúsbyggingu á Selfossi, og starf- ar þriggja manna nefnd innan félagsins málinu til framdráttar. Ungmennafélagar. Herðið sóknina fyrir Skinfaxa. Fáið unga fólkið, sem er að ganga i félögin til að gerast áskrifendur. Sendið afgreiðsl- unni jafnóðum nöfn þeirra. Takmarkið er: Fleiri áskrifendur. Stærra og fjölbreyttara timarit. Þrjú hefti koma út árlega og árgangurinn kostar kr. 15.00. Gjalddagi er 1. október. Sendið Skinfaxa greinar um áhugamál ykkar og starfsemi Umf. Látið myndir fylgja með. Próf. Richard Beck í heimsókn. Richard Beck, prófessor í Grand Forks, kemur til íslands í sumar ásamt frú sinni. Hefur frúin aldrei komið til íslands áður, þótt hún sé af alíslenzkum ættum. Dveljast þau hjónin hér frá því i byrjun júní og fram eflir júlímánuði. Prófessor- inn hefur skrifað stjórn U.M.F.Í. og látið þess getið, að hann vildi gjarnan koma á héraðsmót Umf. og flytja þar erindi, ef hann lcæmi því við. Stjórn U.M.F.Í. hefur svarað prófessornum og þakkað honum þetta vinarboð. Skinfaxi býður dr. Richard Beck og frú hans velkomin til íslands. Úr bréfi til .U.M.F.f. „Það virðist svo að síðasta lierferð Stefs gegn Umf. mælist afar illa fyrir hjá öllum þorra manna. Enda sízt að undra, þar sem hér er um fámenn og fátæk félög að ræða, sem byggja

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.