Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 20
20 SKINFAXI sára fátækt, jafnvel örbirgð og neyð. Bilið frá örbirgð til allsnægta er breiðara en svo, að auðvelt sé að taka það í einu stökki. Við Islendingar megum hvorki við óskynsamlegri fjársóun né óhóflegu dekri. Full þörf er á því, að hvoru tveggja sé vel í hóf stillt. En hvorugt er gert. Öhóf, eyðsla og prjál virðist höfuðeinkenni margra mætra manna. Að skarta miklu, eyða mikl.i og berast mikið á þykir sjálfsagður hlutur. Að spava og fara hófsamlega með fjármuni þykir naumast dyggð. Hversu stórkostlegum fjármunum eyðum við ekki t. d. í bíla og ferðalög, dýrindis húsbúnað og íburðarmikil húsgögn, umfram skynsamlegt hóf og þörf. 1 skemmtanir umfram það sem nokkurt vit er í, og til kaupa á öllu mögulegu glingri, sem í sjálfu sér er einskis nýtur óþarfi. Jafnvel sjálf jólin eru af þess- um sökum orðin stórkostleg féþúfa vissra stétta þjóð- félagsins og er þá langt gengið. Allt þetta fylgir í kjölfar tækni og framfara. Þó er rangt að saka tækn- ina um það, sem miður fer. Hennar er ekki sökin, lield- ur okkar, sem meðhöndlum hana ranglega. Þó Island sé harðbýlt, býr það yfir geysimiklum auðæfum. Einmitt tæknin sjálf skapar næstum tak- inarkalausa möguleika til framfara og bættrar afkomu þjóðarinnar, sé henni rétt beitt. Höfum við ekki tekið framfarir og hina ytri menningu of geyst? Við höf- um tekið bilið frá örbirgð til allsnægta næstum í einu stökki. Og það stappar nærri, að við höfum með því slilið tengslin við fortíðina. Virðing fyrir henni er nauð- synleg. Við megum ekki lítilsvirða venjur og siði genginna kynslóða. Upp úr þeim jarðvegi erum við sprottin. Það er gott að gera samanburð á hínu nýja og gamla, leggja það á nokkurs konar metaskálar, svo því gamla sé ekki kastað umhugsunarlaust. Hin þjóð- legu verðmæti, tungu, þjóðerni og frelsi varðveitum við ekki til lengdar, ef við slítum hin andlegu og menu-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.