Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 4
4 SKINFAXI Hópferð U.M.F.Í. tíl Norðurlandanna Á síðastliðnu sumri var farin hápferð lil Norður- landa á vegum U.M.F.Í. Er þetta fyrsta hópferð, sem U.M.F.f. gengst fgrir til ann- arra landa. Þetta er því hin merkasta nýjung í starfsemi sambandsins. Ritstjóra Skin- faxa þótti sjálfsagt að fá greinagóða fráisögn af ferð- inni, og því sneri Iiann sér til eins ferðafélagans, Helga Guðmundssonar frá Brekku Helgi Guðmundsson. á lngjaldssandi, og bað hann segja lesendum frá för- inni. Bar þar vel í veiði, því að Helgi hélt dagbók i ferð- inni og skrifaði niður það helzta, sem skeði og fyrir augu bar. — Fer viðtalið við Hetga hér á eftir: — Hvernig var það annars, Helgi, varð hugmyndin um þessa Norðurlandahópferð ekki til í einhverju ung- mennafélagi ? — Jú, hugmyndina átti Sturla Jóhannesson í U.M.F. Reykdæla. Var þetta rætt á fundi í félaginu og ályktun þar að lútandi send stjórn U.M.F.l. Síðan auglýsti stjórnin eftir þátttöku 1 förinni. — Hvað urðu þið svo margir, ferðalangarnir? — Við vorum 27, 16 konur og 11 karlar, yfirleilt ungt fólk. Voru þátttakendur úr öllum landsfjórðung- um, og hafði enginn komið út fyrir landssteinana áður nema fararstjórinn. En stjórn U.M.F.I. fékk Ingólf Guð- mundsson stúdent frá Laugarvatni fyrir fararstjóra og reyndist það vel ráðið, eins og annað í framkvæmd þessa máls.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.