Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 10
10 SKINFAXI — Frá Stokkhólmi fóruð þið til Danmerkur? — Já. Við fórum í bíl frá Stokkhólmi, gistum í Jönköping, eldspýtnabænum, og var þar gaman að koma, komum við í háskólabænum Lundi og heldum þaðan til Malmö. Stigum við þar á ferjuna til Kaup- mannahafnar. Þurftum við að hraða förinni, því að svo hafði verið ráð fyrir gert, að við yrðum á mið- sumarhátíð í Kaupmannhöfn. — Dvölin í Kaupmanna- höfn var annars mjög vel skipulögð. Fékk hvert okkar áætlun um það, hvernig þeim 3 dögum, sem við dveldum í borginni, yrði eytt. Var staðið við þá áætlun. Það voru dönsku ungmennafélögin, sem höfðu séð um þetta og var sérstakur leiðsögumaður frá þeim, Aksel OIscíi, með okkur alla dagana. Fór hann með okkur víða um borgina, í dýragarðinn, Tívoli, Cirkus Schumann, söfn og merkar byggingar. Var leiðsögnin góð, svo að við undum prýðilega okkar hag. Einn daginn fórum við í ökuferð út á Sjáland. Komum við þá í Krónborgarkastala og Friðriksborgar- Dansað kringum maí-stöngina á Vasatorgi.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.