Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 10

Skinfaxi - 01.04.1954, Side 10
10 SKINFAXI — Frá Stokkhólmi fóruð þið til Danmerkur? — Já. Við fórum í bíl frá Stokkhólmi, gistum í Jönköping, eldspýtnabænum, og var þar gaman að koma, komum við í háskólabænum Lundi og heldum þaðan til Malmö. Stigum við þar á ferjuna til Kaup- mannahafnar. Þurftum við að hraða förinni, því að svo hafði verið ráð fyrir gert, að við yrðum á mið- sumarhátíð í Kaupmannhöfn. — Dvölin í Kaupmanna- höfn var annars mjög vel skipulögð. Fékk hvert okkar áætlun um það, hvernig þeim 3 dögum, sem við dveldum í borginni, yrði eytt. Var staðið við þá áætlun. Það voru dönsku ungmennafélögin, sem höfðu séð um þetta og var sérstakur leiðsögumaður frá þeim, Aksel OIscíi, með okkur alla dagana. Fór hann með okkur víða um borgina, í dýragarðinn, Tívoli, Cirkus Schumann, söfn og merkar byggingar. Var leiðsögnin góð, svo að við undum prýðilega okkar hag. Einn daginn fórum við í ökuferð út á Sjáland. Komum við þá í Krónborgarkastala og Friðriksborgar- Dansað kringum maí-stöngina á Vasatorgi.

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.