Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 48

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 48
48 SKINFAXI Frá starfi Ungmennafélags Reykjavíkur Á síðastliðnu hausti kom hingað til lands finnskur þjóð- dansakennari á vegum U.M.F. Reykjavíkur og U.M.F.Í. Hafði Stefán Runólfsson, þáverandi formaður U.M.F.R., forgöngu um komu kennarans hingað. Þetta var stúlka, Siirkka Viitaen að nafni, og útveguðu finnsku ungmennafélögin hana, enda starf- ar liún nú á þeirra vegum. Siirkka Viitaen dvaldist hér í tæpa þrjá mánuði og kenndi i Reykjavik hjá U.M.F.R. unglingastúku, flokki Guðrúnar Nilsen í Glímufél. Ármanni og Ungmennafélagi Óháða frí- kirkjusafnaðarins. Auk þess kenndi hún í Hveragerði hjú Umf. Ölfusinga og Kvennaskólanum á Hverabökkum. Þá dvaldi hún um hríð á Laugarvatni og kenndi á vegum íþrótta- skólans. Einnig fór liún austur að Eiðum og kenndi þar. Félagar í U.M.F.R. eru mjög ánægðir með komu þessa finnska þjóðdansakennara og telja hana mjög færa í sinni grein. Er þjóðdansaflokkurinn, sem hún æfði, enn starfandi innan félagsins. Félagið hefur og hug á að senda flokk til Finnlands til þess að læra þar dansa. Starf U.M.F.R. beinist nú mest að byggingu félagsheimilis i Laugardalnum við Holtaveg. Standa vonir til, að 800 rúm- metra skáli verði fullgerður á þessu ári, og er hann ætiaður tii tómstundaiðkana. Happdrætti fyrir húsbyggingasjóðinn hef- ur verið komið af stað, og er vinningurinn 25000 trjáplöntur. Vill félagið þannig styðja að aukinni trjárækt, um leið og það aflar sér fjár til byggingar félagsheimilisins. íslenzk glíma er æfð af kappi i U.M.F.R. Má i þvi sambandi nefna það, að félagið sá um flokkaglímuna á þessu vori og átti þar 14 þátttakendur, en önnur félög til samans áttu 7. Drengjadeild félagsins er mjög fjölmenn og æfir fimleika og handknattleik af miklum dugnaði undir stjórn Raldurs Kristjónssonar íþróttakennara, núverandi formanns U.M.F.R. Útgefandi: Sambandsstjórn Ungmennafélags íslands. Pósthólf 406. — Reykjavík. Afgreiðsla: Edduhúsinu, Reykjavík, efstu hæð. Ritstjóri: Stefán Júlíusson, Brekkugötu 22, Hafnarfirði. Félagsprentsmiðjan li.f.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.