Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 8

Skinfaxi - 01.04.1954, Blaðsíða 8
8 SKINFAXI sýndi okkur allt innan húss og utan og tók okkur virkta vel. Var leiðsögn hennar mjög ánægjuleg. Að lokum fór hún þess á leit við okkur, að við syngjum íslenzkan söng. Urðum við að sjálfsögðu við þcim til- mælum. — Eftir þessa skemmtilegu lieimsókn var för- inni lialdið áfram og skoðaðir margir staðir, og svo auðvitað bærinn Hamar. Við komum og á Eiðsvöll, þar sem fundurinn frægi var haldinn árið 1814, þegar Danmörk afhenti Svíum Noreg. Komu fulltrúar þjóðar- innar þar sarnan á fund og lýstu yfir sjálfstæði Noregs 17. maí, en síðan er sá dagur þjóðhátiðardagur Norð- manna. Þjóðin fékk þó ekki sjálfstæðið og varð að lúta Svíurn hartnær öld, eins og kunnugt er. Fundarsalurinn á Eiðsvelli er varðveittur eins og hann var, þegar fund- urinn stóð, og eru miðar með nöfnum fundarmanna við sæti þeirra og myndir af mörgum á veggjunum. — Hvað viltu svo segja frá dvölinni i Osló? — Hún var mjög lærdómsrík og skemmtileg. Skoð- uðum við borginá undir leiðsögn fararstjórans okkar, sem er þar vel kunnugur. Er þar margt merkilegt að sjá, söfn, byggingar, garðar og skemmtistaðir. Þar er Vigclandsgarðurinn og Holmenkollen, svo eitthvað sé nefnt, sem við hrifumst af. — Við vorum stödd í horg- inni 17. júní og fórum við þá heim til sendiherra Is- lands, Bjarna Ásgeirssonar, ásamt Hekluförum og öðr- um Islendingum. Tóku þau hjón okkur prýðis vel. — Síðan hefur leiðin legið lil Sviþjóðar, er það ekki? — Jú. Og i Svíþjóð dvöldumst við i (5 daga, þar af tæpa 3 í Stokkhólmi. Við fórum með járnhrautarlest frá Osló til Stokkhólms, um Vermaland, mcðfram vöiu- únum miklu. Er þctta fögur leið, og nutum við feguro arinnar sæmilega, þótt liratt væri farið. — Á brautar- stöðinni i Stokkhólmi tók fjöldi Islendinga á móti okkur, cn Skúli Nordahl arkitekt hafði undirbúið komu okkar til borgarinnar. Einnig nutum við ágætrar fyrirgreiðslu Islandshringsins. Formaður hans, Ernst

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.