Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1955, Qupperneq 39

Skinfaxi - 01.07.1955, Qupperneq 39
SKINFAX! 87 a'ð vísu hylur hæðir, lautir, fjöll oí» dali, en okkur báð- uni og bóndanum kemur saman um það, að b,enni muni létta. — Og ])á er ekki um annað að gera en borða og biða. Það er heldur ekki amalegt að vera hér i Múla, því að fólkið, matur og aðbúnaður er alll með ágætum. — Enda erum við nú komnir á Veslfirði, segir Ólaf- ur. Hann er Vestfirðingur. Tilgáta okkar viðvikjandi þokunni reynist rétt. Að klukkutíma liðnum er bún óðum tekin að leysast upp, og sólin sendir bjarta og ferska geisla sína til þess að þerra foldinni um vangann. Lagt uf stað. Um tíuleytið leggjum við af slað frá Múla. Sturlaug- ur bóndi vill endilega ljá okkur Iiesla inn i fjarðar- botninn. Og auðvitað þiggjum við það, enda ])ótt við sýim vanastir að pjakka á tveim jafnfljótum. Til fylgdar fær bóndi okkur 13 ára gamlan son sinn, greindan og státinn strák, sem lieitir Kristján og er ánægður með nafn sitt. -— Enda liafði svo lieitið afi hans, er bjó þar i Múla, mesti atorkumaður um bú, en auk þess harðfengur sjósóknri í Bolungavík. Svo böldum við inn með ísafirði, þrir saman, og látum gæðingana reyna sig á grundum og melum. Þokan er alveg borfin, og Djúpið blasir við í vestri, en i öðrum áttum rísa fjöllin með gróðursælum dölum á milli. í norðri gefur að líta Drangajökul, sem hefur tekið ofan sín hvítu náttbúfu, svo skín i beran skall- ann. Ólafur litur hann nieð lotning, þvi að Vestfjarða- Dlóðið er ríkt í æðum hans. Kristján litli er fróður um margt, sem gerist i Djúp- inu, og Barði, cn svo beitir bestnrinn, sem ég rið, er stór, góður og traustur, svo að allt gengur vel og skennntilega inn með firðinum í baðandi geislum morgunsólarinnar.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.