Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1955, Qupperneq 48

Skinfaxi - 01.07.1955, Qupperneq 48
SKINFAXI 96 skoriS, sem hafa þurfti til lífsframfæris. Reyndu því hinir þurfandi menn að reita allt, sem þeir gátu við sig losað, og gjaldmiðill var i, til að láta fyrir bita og sopa og seðja sár- asta sultinn. — Meðal annars var tóbakið, sem fékkst bæði illt og lítið, en belgiskt tóbak var öðru hverju á boðstólum — í laumi. íslendingurinn átti hring nokkuð verðmætan, og lét liann fyrir tóbakið. Hafði hann við það nóg að reykja í tvo mánuði eða lengur og þóttist vel hafa að verið. — Ég verð að segja, að ég hrökk við, þegar ég heyrði þetta. Þarna skorti manninn nær allar frumstæðustu lífsnauðsynjar, en slíkt var ægivald tóbaksnautnarinnar, að tóbakið varð hann að fá, livað sem öðru leið, og lét liann því dýrgrip af fingri sér til að ná því í sína eigu. Eftir öllum sólarmerkjum að dæma í frásögninni, er þetta liinn mesti sæmdar- og manndómsmaður, og þó átti tóbakið slíku valdi að fagna yfir honum. Hvað segið þið um það, ungu sveinar og meyjar, sem nú eruð að stinga upp í ykkur fyrstu, annarri eða þriðju sígarettunni, og þykist menn af? Treystið þið ykkur til að standast tóbaksraunina betur en þessi sjó- maður? Ég geri það ekki, þrátt fyrir mitt álit á ykkur. Þið hugsið nú e. t. v. og segið, að þið vonizt eftir, að slík Iierleiðing, eða önnur lienni iík, verði ekki ykkar hlutskipti á lifsleiðinni. Ég vona það lika af heilum liug. En enginn veit, hvað yfir kann að dynja, og alltaf er bezt að vera ekki bundinn neinum þeim ávana, sem ekki er hægt að varpa frá sér livenær, sem þörfin krefur. En það þarf ekki að sækja dæmi í þýzka nauðungarvinnu til að finna vald tóbaksins. í íslenzkri þjóðarsögu skráðri, og þó einkum óskráðri, úir og grúir af sögnum um menn, sem gátu gengið alls á mis vegna fjölskyldu sinnar — nema tóbaks- ins, fyrir því urðu þarfir barnanna að vikja. — Er það ekki ægilegt? Mig minnir að Sigurður Guðmundsson skólameistari ræddi einhvern tíma um það, hvað væru algáðir menn. Ég man ekki, að hvaða niðurstöðu sá mikli máls og andans snillingur komst, en ég held því fram, að sá maður sé ekki fullkomlega algáður, sem hefur vafið að sér einhvern þann fjötur i lífsvenjum, sem liann fær á engan veg slitið, jafnvel þó segja megi, að líf liggi við. Og tóbaksnautnin er sá Gleipnir, sem einna mein- lausastur sýnist i fyrstu, en fjötrar þvi harðar, sem meir er um brotizt. Kveikið því aldrei í fyrstu sígarettunni! 5. 5. 1955.

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.