Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.07.1958, Qupperneq 6

Skinfaxi - 01.07.1958, Qupperneq 6
70 SKINFAXI NORRÆNI LÝÐHÁSKÓLINN Hinar þjóðlegu lýðháskólahugsjónir Grundtvigs hafa reynzt furðu frjóar og álirifaríkar — ekki aðeins í föðurlandi hans sjálfs, lieldur um öll Norðurlönd — og þá fyrst og fremst þar, sem þjóðleg vandamál liafa krafizt úrlausnar. Og eftir- tektarverðast og einkennilegast er það, að hugmyndir Grundtvigs um þjóðlega nauð- syn hafa endurnært og örvað þjóðernis- legar stefnur og strauma á Islandi, í Fær- eyjum og i Noregi, er miðað liafa að því að leysa stjórnmálaleg og menningar- leg bönd, sem hafa bundið þessi lönd hans eigin fósturlandi, Danmörk. Grundvallar- hugsjónir hans hafa reynzt vopn, sem unnt hefur verið að beina gegn sjálfri Danmörk. Þetta ætti að sýna betur en nokkuð annað, hve hugsjónir hans hafa víðtækt gildi. Danska lýðháskóla — og þá sérstaldega skólann í Askov — sótti ungt fólk frá Is- landi, Færeyjum og Noregi. Og eflir eins eða tveggja ára nám héldu þessi ungmenni heim lil síns föðurlands gædd meiri þjóð- legri reisn en þegar þau komu, vissari en áður um réttmæti þeirrar sannfæring- ar sinnar, að þeim hæri að berjast fyrir að losa þjóðir sínar við danskt vald og dönsk áhrif. á Snotjhöjj i Danntörfc Svo höfou þá aftur á móti mörg þeirra kynnzt i hinum dönsku lýðháskólum þjóð- ernislegu vandamáli, sem Danir báru fyrir brjósti, haráttu Suður-Jóta fyrir tungu sinni og menningu, og hinum íslenzku, færeysku og norsku frændum hafði skil- izt, að Danir áttu sér þjóðlegt áhugamál, sem væri þess vert, að öll Norðurlönd létu sér annt um það. I mörg ár hefur verið um það rætt með- al danskra lýðháskólamanna að stofna skóla, þar sem liftaugar allra þjóðlegra vandamála á Norðurlöndum rynnu saman — frá Finnlandi, Islandi, Færeyjum, Nor- egi og Danmörk. I þessum skóla skyldi ungt fólk frá öllum þessum löndum hitt- ast og kynnast, svo að hjá því gæti vakn- að sérstæð norræn samvitund. Ekki sam- vitund þess, að við Norðurlandbúar séum svo líkir, að þess vegna eigum við að vera sem bræður og tala mál, sem séu sem líkust hvert öðru. Þannig hugsar fjöldi manns, án þess að liugsunin eigi sér djúpar og viðkvæmar rætur. Nei, hin norræna samvitund, sem þarf að vakna, á um leið að vera norræn fjölvitund, sem vekur sanna gleði, þegar liún verður þess visari, að hinar litlu norrænu þjóðir vinna þjóðlega sigra og fá aukna möguleika á

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.