Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1958, Síða 9

Skinfaxi - 01.07.1958, Síða 9
SKINFAXI 73 gtarfa- í S» H © T T I II EFTIR BTEFÁN □ LAF JDNSSDN Frá landbúnaðarsýningunni á Selfossi. 1 suinar hefur verið keppt á fjórum stöðum í starfsíþróttum, svo að mér sé kunnugt um, en verið getur, að það liafi samt verið víðar. Á Þingvöllum var keppt i hestadómum á landsmóti hestamanna. Kepptu þar átta ungir menn frá fjórum félögum. Á Selfossi fór fram keppni i átta greinum karla og kvenna þann 18. ágúst. 1 Hornafirði var keppt í tveim greinum kvenna 31. ágúst, og á Kjalarnesi var starfsíþróttamót 28. septemher. Mótið á Selfossi fór fram i sambandi við hina myndar- legu landbúnaðarsýningu Búnaðarsam- bands Suðurlands. Þar var — eins og áð- ur er sagt — keppt í átta greinum og þar að auki i tveim flokkum i liverri grein, sældir sem skáld, þó að ádeilur hans vektu bæði undrun og reiði. Menn stóðust ekki þann yndis- þokka, sem var yfir ljóðum hans. Hann orti fágaðri kvæði en nokkurt annað íslenzkt skáld fyrir hans tíma, og auk þess voru kvæði hans auðskilin, þrungin hrífandi hugsjónum, litkuð leikandi kímni og hittnu spotti, full af fögrum myndum og heillandi tilfinningu. Hann dáði jöfnum höndum Sigurð Breiðfjörð og Jónas Hallgrímsson, stóð föstum fótum í íslenzkum menningarerfðum og hafði orðið fyrir sterkum áhrifum af ströngustu fegurðarkröfum erlendra fagurkera og stórskálda. Ljóð hans gátu verið sárbeitt sverð, en í sverðinu var sannarlega líf- steinn, sem græddi. Og þegar Þorsteinn lézt, var hann ástsælli en nokkurt annað islenzkt skáld. Á hundrað ára afmælinu var honum reistur minnisvarði í æskusveit hans, Fljótshlíðinni. Það er tilvalið fyrir ungmennafélögin að hafa Þorsteinskvöld, þegar vetrarstarfið er byrjað, fá einhvern af félögunum til að kynna sér ævi hans og Ijóð og flytja síðan um hann stutt er- indi, en láta svo lesa upp kvæði eftir hann — og ennfremur syngja lög við ljóð hans. Ef til er í sveitinni raddfagur kvæðamaður, væri vel til fallið að fá hann til að kveða með sinni hreimfegurstu stemmu einhver þau af kvæðum skáldsins, sem ort eru undir ferskeyttum hætti. Þorsteinn unni mjög ferskeytlunni, hinu fagra tjáningarformi íslenzkra alþýðuskálda, og hóf hana til listrænnar tignar. En hvað sem þessu liður, þá lesið ljóð Þor- steins í einrúmi. Látið fegurð þeirra, sannleiks- ást hans, réttlætiskennd og umbótavilja orka á hjörtu ykkar og hugi. ★

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.