Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1958, Síða 14

Skinfaxi - 01.07.1958, Síða 14
78 SKINFAXI /ftf CettCan^i AtarfomA Frá sambandsráðsfundi Ungmennafélags Islands 1958. Sambandsráðsfundur Ungmennafélags Islands var haldinn í félagsheimili Ung- mennafélags Reykjavíkur dagana 27. og 28. septemher. Fundarstjóri var séra Eirík- ur J. Eiríksson og ritarar séra Gisli Kol- beins og Gísli Andrésson. Helztu samþykktir fundarins voru þess- ar: Ungmennafélagshreyfingin á nú rúm- lega fimm tugi ára að baki. Hún hefur á þessu tímabili verið merkur þáttur í menn- ingar- og félagslífi þjóðarinnar. Sambandsráðsfundurinn beinir þeirra á- skorun til félaganna að leggja mikla á- herzlu á hinn menningarlega og siðhæt- andi þátt starfseminnar. Auka ber ábyrgð- artilfinningu félaganna að þessu leyti og þá einkum í skemmtanalífinu. Þar er ekki aðeins um vanda þéttbýlisins að ræða held- ur einnig sveitanna. Þegar tillit er tekið til stórmikilla tekna ríkisins og margra einstaklinga af skemmt- analífi unglinga, og þess er einnig gætt, að heimili, skóli og kirkja virðast eklci anna verkefni sínu á þessu sviði, ber að leggja áherzlu á, að það opinbera styðji menningarstarfsemi æskulýðsfélaga í miklu ríkara mæli en nú. Ungmennafélögin hafa leitazt við að efla drengskap, sálfstæðis- og þjóðerniskennd og þegnskap æskunnar í landinu. Þau hafa verið og eru sterkur aðili að því að koma upp veglegum félagsheimilum, íþróttavöll- um og sundlaugum víða um land og hafa á þann hátt unnið að því að skapa æsku- fólki betri aðstæður til félagsstarfs og sjálfsþroska. Enn í dag er rík þörf fyrir starf og bar- áttu í þágu þeirra hugsjóna, sem ung- mennafélögin hafa hyllt frá öndverðu. Fundurinn skorar því á ungmennafé- laga um land allt að fylkja nú fast liði og íslenzka erfðamenningu. Söngvinn er hann líka og raddmaður, kveður vel rímur og hefur lagt mikla ást við þjóðlega söng- og tónlist. Ríkarður er maður drenglyndur með af- brigðum og vinfastur. Hann hefur ávallt verið gleðimaður, haft gaman af fyndni og sérstæðum tilsvörum og orðfæri, en al- vörumaður er hann, viðkvæmur, en þó karlmenni, livenær sem á reynir. Hugsjónamaður liefur hann ávallt verið og haft stez-ka trú á gáfur og getu íslenzku þjóðarinnar og glæsilega framtíð hennar. Hann hefur verið einn af „yormönnum" Islands, og er það því sízt að ófyrirsynju, að hann var kosinn heiðursfélagi Ung- mennafélags Islands á fundi sambandsráðs nú um daginn. Ríkai'ður er lágur vexti, en þreklegur og vel á sig kominn. Hann er fríður sýnum og þó svipmikill, en yfir andlitið bregður fá- gætlega tilbrigðaríkum blæ kímni og hfs- gleði, þá er eitthvað það ber fyrir augu hans, sem honum virðist kátlegt — eða liann sér eitthvað, sem skírskotar til hinn- ar ríku kímnigáfu. Skinfaxi þakkar Ríkai-ði list hans og störf hans öll í þágu þjóðlegrar íslenzkrar menningar og óskar honum langra lífdaga og góðrar heilsu.

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.