Skinfaxi - 01.07.1958, Síða 18
82
SKINFAXI
stað í fjórum bílum með drifi á öllum
hjólum — með björgunarmenn og björg-
unartæki. Rúmri einni stundu fyrir dag-
mál var komið á strandstaðinn. Var hinn
strandaði togari, Van der Vædin, skammt
austan við skipbrotsmannaskýlið á Skarðs-
fjöru og sneri stefni lil norðausturs. Veð-
ur var kyrrt og lítil ylgja í sjó.
Skipbrotsmenn skutu á land tveim skot-
um, en án þess að lmýta i þau línu, og var
það að sjálfsögðu gagnslaust. En skipstjór-
inn sagði siðar, að þeir liefðu ekki haft á
skipsfjöl neina nógu granna línu.
Skytta björgunarsveitarinnar, Magnús
Pálsson, tók nú byssuna, bjó allt út eins
og vera bar, miðaði síðan og skaut og hitti
í miðjan reykháf skipsins. Þar með var
komin lina út í skipið.
Skipbrotsmenn drógu því næst til sín
dráttartóið og festu blökkina í sigluna
ofan við iiöfuðböndin. Síðan drógum við
út líflínuna, og festu skipverjar hana á
sama stað og blökkina. Þann endann, sem
var á landi, bundum við í stóran trukk.
Því næst var hún strengd, og var henni
haldið strengdri með trukknum, meðan á
björguninni stóð. Vegalengdin milli skips
og lands var um 40—50 metrar.
Nú var björgunarstóllinn dreginn út í
skipið og björgun síðan liafin. Þegar
klukkuna vantaði kortér í niu, kom fyrsti
skipbrotsmaðurinn í land og þvi næst liver
af öðrum. Var svo gott í sjó, að enginn
vöknaði í fót, enda líflínan mjög vel
strengd. Klukkan fjörutiu mínútur gengin
tiu kom fimmtándi maðurinn í land. Hann
tilkynnti, að skipstjóri, stýrimaður, vél-
stjóri og loftskeytamaður ætluðu ekki að
yfirgefa skipið strax. Var ég þá dreginn
út í togarann, ásamt Markúsi kennara Run-
ólfssyni. Markús átti að vera túlkur minn
og við reyna að fá mennina til að fara í
land. Við gerðum skipstjóra skiljanlegt, að
hann legði þarna líf sitt og manna sinna í
liættu, því að fljótlega gæti breytt um átt
og veður versnað. En liann kvaðst ekki
mundu yfirgefa skipið fyrr en hann liefði
liaft samband við skipseigendur í Belgíu.
Kvaðst hann eiga von á því fljótlega um
Vestmannaeyjar. Síðan fór skipstjóri fram
á, að hann fengi út í skipið þá fimmtán
menn, sem í land voru komnir, strax og
liann óskaði þess. Hefði liann í hyggju að
fá skip til að draga út togarann, sem var
hlaðinn af fiski, án þess að létta hann,
og sigla svo rakleitt til Belgíu. Við gerð-
um hvað við gátum til að fá hann ofan af
þessari fjarstæðu, en árangurslaust. Svo
mjög sveið honum sú tilhugsun að missa
þarna skip og hlaðafla.
Við Markús fórum í land við svo búið.
Ökum við nú flestir til bæja með strand-
mennina, en Eyjólfur Eyjólfsson lirepp-
stjóri á Hnausum, varð eftir á strandstaðn-
um við fimmta mann. Við, sem lieim fór-
um, komum til bæja hálfri stundu fyrir
hádegi, og var skipbrotsmönnunum þegar
í stað skipt niður á lieimilin.