Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 7
SKINFAXI 71 liennar svarta myrkt. Ægilegur smánar- blettur var hún á mannkyninu. Flestar byltingar mannkynssögunnar eru tengdar hugsjónum: samvizkufrelsi, borgaralegu jafnrétti, sjálfstæði þjóða, jöfnun lifskjara. Byltingin, sem við létum viðgangast og kom heimsstyrjöldinni af stað, var gei’samlega hugsjónasnauð. Á mikilli tækniöld hættir mönnum við að vanmeta einstaklinginn, livers sinnis hann er og gerðar. En það skyldu menn hafa hugfast, að um áratugi mótaðist saga og flest framvinda mála í heiminum lang- inest af atferli manns, er hafði enga hug- sjón og var orðinn eins og óarga dýr. Þeir, sem telja uppeldi og mótun ungs fólks nokkurs vii’ði, ættu að lxugleiða, hve langt niður á við hugsjónaleysið getur leitt manninn og mannkynið. En voru það þó ekki hugsjónamennirn- ir, sem unnu heimsstyrjöldina síðari og fórnuðu lífinu margir hverjir fyrir liug- sjónir friðar og fi-elsis? Að mörgu leyti er það rétt, en það er bara ekki nóg að vinna heimsstyrjaldir undir merkjum hugsjóna. Það þarf að vinna mannshjörtun undir það merki og láta friðinn mótast af því. Annars vei’ða alltaf styrjaldir, kúgun og ofbeldi, sem ríkir, unz yfir lýkur og öll von er úti. Svokallaður friðui’, sem nú er, er um of hugsjónasnauður. Við þurfum ekki langt að fara til þess að sjá þess merki. Stórveldi án íhlutunar friðarsamtaka heims hefur beitt okkur Islendinga liin- um mestu rangindum og ofheldi. En heimsríkin eru heildir, sem einstak- lingar mynda. Hlutdeild hinna mörgu ein- staklinga í sameiginlegri sekt skiptir mestu máli. Hemingway tilfærir þessi orð að upp- hafi hókar sinnar „Klukkan kallar“: „Enginn maður er eyland, einhlítur sjálfum sér. Sérhver maður er brot meg- inlandsins, bluti veraldar. Ef sjávarbylgja skolar moldarhnefa til liafs minnkar Evr- ópa, engu síður en eitt annes væri, engu síður en óðal vina þinna eða sjálfs þín. Dauði sérhvers manns smækkar mig, af því að ég og mannkynið erum eitt. Spurðu því aldrei, hverjum klukkan hringir. Það er þín eigin líkhringing.“ Mundi þess ekki gerast þörf, að hringt væri klukku hugsjónanna, glymur ekki um of í eyruin klukka dauðans og hug- sjónafátæktarinnar? Jens Marinus Jensen, fyrrum formaður dönsku ungmennafélaganna, segir frá því, að hann var barn að skoða mynda- albúm fjölskyldunnar. Þar gat að líta vinnulúið józkt bóndafólk með þrek og seiglu í svipnum, en beygt nokkuð af harði'i lífsbarátt. Á einni myndinni gat þó að lita mann, bjartan yfirlitum með mikla reisn og höfðinglegan. Drengurinn þaut með albúmið til mömmu sinnar, hreykinn af þessum fallega frænda. „Þetta er ekki frændi okkar,“ sagði móðir hans. „Þetta er hann Björnstjerne Björnson.“ Foreldrar lians höfðu einhvern tíma farið á mót til þess að hlusta á Björnson og orðið svo hrifin af honum, að þau létu mynd af lionum rneðal fjölskyldumynd- anna. Hversdagsleikinn er annar í dag hér hjá okkur en meðal józkra bænda fyrir síðustu aldamót. En okkur er í dag í starfi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.