Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 15
SKINFAXI 79 sambandsþinga gegn hersetu í landinu og skorar á íslenzk stjórnarvöld að vinna ölullega að því, að herinn hvei’fi úr landi sem fyrst. Handritcimálið. Þingið skorar á ríkisstjórn og Alþingi að vinna öfluglega að endurheimt ís- lenzkra handrita úr dönskunx söfnunx. Þingið felur sambaixdsstjói’n að vinxxa að því að kvnna handritamálið meðal danskra xuigmennafélaga. Jafnframt þakkar þingið Bjarna M. Gíslasyni x’itlx. ágætt starf í þágu þessa xnáls og væntir þess, að hann haldi áfram að vinna að því, að Danir sýni þá saixn- girni og drenglund að skila réttri eign íslendinga— handritunum — hið allra fyrsta. í þráttamál. Þingið telur nauðsynlegt að íþrótta- nxeixxx ungmennafélaganna séu slysa- tryggðir, er þeir mæta til keppni á vegum þeirra. — Felur þingið stjórninni að vinna að framgangi þessa máls við trygg- ingafélögin í samráði við I. S. í. Þingið beinir þeinx tilmælum til 1. S. I. að hraðað verði útgáfu glímubókarinnar. Einnig beinir þingið þvi til ungmenna- félaganna, að þau gangist fyrir nám- skeiðunx í glínxu og' aðstoði við glínxu- kennslu i skóluni, sé þess óskað. Ekki er enn að fullu ákveðið hvar landsmótið 1961 verður haldið, en þing- ið lagði til að keppt yrði í þessum íþrótta- greinum: Frjálsar íþróttir — karlar: 100 m lilaup, 400 m hlaup, 1500 m hlaup, 5000 m hlaup, 1000 m boðhl., langstökk, þristökk, hástökk, stangarstökk, kúlu- vai-p, ki’inglukast, spjótast. Frjálsar íþróttir -— konur: 100 m hlaup, 4x100 nx boðhlaup, lang- stökk, hástökk, kringlukast, kúluvarp. Sund — karlar: 100 m frj. aðfex’ð, 200 nx bringusund, 1000 nx frj. aðferð, 4x50 nx boðsund, frj. aðfei’ð, 100 m baksund. Sund — konur: 50 m frj. aðfei’ð, 100 m bringusund, 500 nx frj. aðferð, 4x50 m boðsund, 50 nx baksund. Einnig glima, knattspyrna, handknatt- leikur kvenna, hópsýningar, sérsýning- ar, þjóðdansar. Landsmótið verður sennilega haldið snenxnxa í júli. Þingið samþykkti sérstakt ávarp vegna landsmótsins; verður það sent héraðs- samböndunum og birt siðar. Bara handa gestum Stúlkn réðst í vist i kaupstað til lieldri hjóna. Þegar lnin koin í heimsókn til foreldra sinna, sagði nióðir hennar við hana: „Þér líkar víst bærilega vistin hjá henni frú Guðrúnu. Þar vant- ar sjálfsagt ekki þessi nýtizku þægindi.“ „Ég hef nú ekki séð annað af þeim,“ svaraði stúlkan, „en klósettpappír. Og hann er mér sagt, að bara sé handa gestum." Þörf er mykjan Prestur var að fræða börn, sem áttu að ferm- ast. Þetta var í sveit. Prestur fór mörgum orðum um almætti og gæzku guðs og allar hans gjafir til óverðugra og syndugra manna. Loks spurði klerkur einn af drengjunum: „Hverju er það svo að þakka, að grasið sprettur á túninu lians pabba þíns?“ „Ætli það sé ekki mykjunni?" svaraði drengurinn státinn og þótti frekar ófróð- lega spurt.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.