Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 20
84 SKINFAXI Lngmennasamband Dalamanna fertugt 30. nóvember s.l. minntist Ungmenna- samband Dalamanna 40 ára afmælis síns með samkvæmi, sem iialdið var að Laug- um í Hvammssveit. Var þar saman komið margt manna, ýmsir eldri og yngri með- limir sambandsins. Kaffidrykkja fór fram í hinu nýja barnaskólahúsi að Laugum. Borð voru prýðilega búin og veitingar ágætar; sáu um það kvenfélagskonur Hvammssveit- ar. Friðjón Þórðarson, sýslumaður, stjórnaði hófinu. Halldór Þorgils Þórðar- son, form. sambandsins, ávarpaði gesti og bauð þá velkomna. Aðalræðuna hélt Geir Sigurðsson, bóndi á Skerðingsstöð- um. Lýsti hann tildrögum að stofnun samhandsins og enn fremur störfum þess á gengnum árum. Þá lalaði frú Steinunn Þorgilsdóttir á Breiðabólsstað. Minntist hún þeirra hollu áhrifa, sem ungmenna- félagshreyfingin liefði haft á hinn ís- lenzka æskulýð og lýsti undirbúningi og atvikum í samhandi við stofnun U.M.S. D. Var hún ein viðstödd af þeim, er sátu stofnfund sambandsins 24. maí 1918. Þá talaði Einar Kristjánsson, skóla- sljóri á Laugum, og fleiri tóku til máls. Að lokum tiétt sýslumaður ræðu, um leið og liann óskaði sambandinu heilla, Minnti liann á það, að á komandi degi væri einnig annað 40 ára afmæli, en það væri fullveldi Islands, sem þá væri 40 ára. Óskaði liann landi og þjóð heilla og blessunar, og allir viðsladdir tóku undir það með ferföklu húrrahrópi. Fyi’sti formaður sambandsins og braut- ryðjandi i starfi, Sigmundur Þorgilsson, kennari Ásólfsskála, var 65 ára þennan dag; sendi sambandið honum heilla- og þakkarskeyti. Afmælisskeyti hárust sambandinu frá fyrrv. formanni Iialldóri E. Sigurðssyni alþingism., Ásgeiri Bjarnasvni alþm. o. fl. Að endingu skemmti fólk sér við söng og dans fram á nótt. — Var þetta lióf hið ánægjulegasta og skildi eftir góðar minn- /ngar. Núverandi stjórn Ungmennasambands Dalamanna skipa: Halldór Þorgils Þórð- arson, formaður; Benedikt Gíslason, rit- ari; Sigurður Þórólfsson, gjaldkeri. N. N. Frá skrifstofu (J.M.F.Í. Ferðir framkvæmdastjóra. 1. Héraðssambönd á Norðurlandi sótt heim. Síðari liluta júlímánaðar boðaði ég til funda með forystumönnum ungmenna- félaga á Norðurlandi. Til fundanna voru kallaðar stjórnir héraðssamhandanna og sambandsfélaganna. Héraðssamband Suður-Þingeyinga. Laugardaginn 18. júlí fór ég landleiðis til Lauga. Daginn eftir flutti ég erindi á íþróttamóti þar. Veður var fagurt, og fór mótið fram með mesta myndarhrag. Þess mun nánar getið i Skinfaxa. Þriðjudag- inn 21. júlí liélt ég fund að Laugum. Þar mættu 20 fulltrúar frá 10 félögum af 11. Mikill þurrkur var þennan dag og fólk í önnum, en fundarmenn mættu að loknu

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.