Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 19
SKINFAXI 83 verið mjög ánægjulegt námskeið, og sé ég vissulega ekki eftir að liafa tekið þátt í því.“ Kveðjur Ungmennafélagið Valur á Mýrum í A.- Skaftafellssýslu var 50 ára 27. jan. 1959. Ungmennafélaginu bárust þá eftirfarandi erindi, sem ég undirritaður, með leyfi höfundar, hið Skinfaxa taka á síður sín- ar til birtingar. „Ivveðja til U.M.F. Vals og meðlima þess, á fimmtugsafmæli félagsins. Þó stundir líði og aldur færist yfir og ár og dagar hverfi í tímans mar, félagsandi og heilbrigð hugsjón lifir, sem heiðsldrt blys á vita framtíðar. Einn þó hverfi undan settu merki, eigi verður staðar numið þar, annar kemur vaxinn heilla-verki, sem vöku-hugi knýr til framsóknar. Heilla-vinir„ vösku merkisberar, virðið ykkar feðra dýru glóð, vakið nú um vengi og byggðir þverar og verndið móðurtungu, land og þjóð. Þó truflandi’ öldur líði yfir landið og lama vilji okkar stefnumið, einhuga þá treystið bræðra-bandið og boðið trú á íslenzkt þjóðernið. Heill þér, Valur! hljóttu framtíð langa, heiðskír blys þér vísi rétta leið. Islenzk menning fylgi þér til fanga, framans svo að runnið getir skeið. Auðnan færi ykkur bjarta daga, andans geymist rækt og félags-tryggð, vaki fólk og gerist göfug saga og gróður fylli eyðilega byggð. Ég þakka öllum eldri og yngri. Vel sé þeim, er stutt hafa félag þetta og unnið því til hagsbóta. Vona ég, að það megi aukast i ókominni framtið. Kveðja og hamingjuóskir frá gömlum félaga.“ Einar Sigurðsson, hóndi á nýbýlinu Einholti í landi jarðarinnar Hellir í Ölfusi, er sendi okkur þetta Ijóð, er fæddur hér í Einholtssókn árið 1885 og er því, er ljóðið er samið, 74 ára. Hann var einn af stofnendum U.M.F. Valur og formaður þess í full þrjú ár. Hann var kosinn for- maður þess 30. jan. 1910 og gegndi þeim starfa til 27. apríl 1913, er hann flutti í burtu. Þessi erindi Einars sýna, að hann er minnugur þeirra stunda, er hann vann með okkur í ungmennafélaginu fyrir 46 árum. Hann er minnugur þess hvers virði slík félagsstarfsemi var okkur þá í fá- sinninu. Þetta mátti heita okkar einasti skóli; sá skóli vakti hjá okkur og þrosk- aði meðfæddar æskumannahugsjónir. Á ljóði þessu sést, að þær luigsjónir hafa orðið endingargóðar i huga Einars og lialdið lionum ungum meir en búast mátti við eftir árafjölda ævi hans. Við, gamlir og ungir samherjar Einars i U.M.F. Valur, þökkum honum kærlega kveðjuna og góðar óskir í okkar garð og félagsins. Við biðjum: Friður og far- sæld umvefji liann og fjölskyldu hans um ókomin ár. Vinarkveðja. Kristján Benediktsson, Einholti, A.-Skaftafellssýslu.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.