Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 12
76 SKINFAXI langar og ýtai’legar, einkum um félags- heimilamáliö og slarfsfræðslu og starfs- íþróttir, en þess gætti ekki, sem oft vill brenna við á fjölmennum þingum, að menn töluðu að lítt hugsuðu máli eða sak- ir smámunalegs áhuga á aukaatriðum eða vegna þröngra sérsjónarmiða einstakra samtakaheilda eða héraða, og virtist rit- stjóra allur andi og starf þingsins spá góðu um framtið Ungmennafélags íslands og störf einstakra félaga, liéraðssamtaka og lieildarinnar. Gestir þingsins lögðu fram mikilvægan skerf með þátttöku sinni, og kom greini- lega fram i ræðunx þeirra og störfum skilningur á mikilvægi þess, að U.M.F.I. efldist og styrktist og fexxgi sem hezta að- stöðu til viðtækra og varanlegra áhrifa með þjóðinni. I sambandsstjórn U.M.F.Í. næsta kjör- tímabil voru kjörnir: Sr. Eiríkur J. Eiríksson, sambands- stjóri, Skúli Þorsteinsson, varasambands- stjóri, Jón Ólafsson, ritari, Ármann Pét- ursson, gjaldkei'i, Stefán Ólafur Jónsson, meðstjóinandi. Varamenn: Lárus Hall- dórsson og Gestur Guðmundsson. Gísli Andrésson haðst undan endurkosningu, og voru honum þökkuð góð störf. Starfsmenn U.M.F.I. eru nú: Skúli Þor- steinsson, framkvæmdastjóx'i, Stefán Ól- afur Jónsson, leiðbeinandi í starfsíþrótt- um, og Guðmundur G. Hagalín rith., rit- stjóri Skinfaxa. Þessar voru lielztu samþykktir jxings- ins: F élagsheimilainálið. Þingið fagnar hyggingu hinna mörgu og glæsilegu félagsheimila og treystir því, að þau efli menningarlíf þjóðarinnar og félagsstöi’f. í því sambandi bendir þing- ið á eftirfarandi atriði: Að stjórn U.M.F.I. leiti samstarfs við landssanxbönd þeii-ra félaga, sem eru eig- endur félagsheimila, um stofnun sam- vinnunefndar til þess að veita fyrir- greiðslu þeim til lianda, svo að þeim vei'ði auðveldara að annast fjölbreytta menningarstarfsemi í félagslieimilunum. Að ungmennafélögin beiti sér fyrir því, þar sem þau eru þátltakendur í rekstri félagsheimilanna, að umgengni i þeim sé góð og viðhaldi á þeim og umliverfi þeirra sé sómi sýndur, svo þau veiði allt- af glæsilegt og ánægjulegt athvarf fvrir félagslegl menningarlíf fólksins. Að eigndur félagsheimilanna láti ekki fjáröflun til byggingar þeirra og i-eksturs eða annai'ra framkvæmda og stai'fsemi fara fram með þeim hætli, að félagsheim- ilin híði álitslinekki af stai'frækslu, senx ekki er i samræmi við menningarlegt hlutverk þeirra. Þingið beinir þeirri áskorun til Aljxing- is, að aukinn verði hlutur félagslieinxila- sjóðs með tilliti til fjölgunar þeirra fé- laga, sem rétt hafa til styrkja úr sjóðn- um. Einnig óskar þingið eftir því, að menningarstarfsemi félagsheimilanna verði látin njóta einhvers stuðnings á fjárhagsáætlunum lil nxennta- og kirkju- nxála vegna lxlutdeildar i uppeldis- og menningarlífi þjóðarinnar. Þingið skorar á félagsheimilastjórn að undii'búa og leggja fyrir Alþingi endur- skoðun á félagsheimilalögunum, er feli í sér, að félagsheimilabyggingar og fjár- veilingar til þeix-ra séu byggðar á áætlun unx þörf félagsstarfseminnar í liverju hvggðai'Iagi, en ekki einvöi’ðungu óskum

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.