Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 18
82 SKINFAXI Niðri á íþróttavangi. Jónsson, skólastjóri á Þingeyri, Jón Hjartar, íþróttakennari á Flateyri, og Halldór Kristjánsson, bóndi á Kirkjubóli í Bjarnardal í Önundarfirði. Námskeið þetta þótti takast með ágæt- um, varð öllum til ánægju, sem að því stóðu eða eitthvað höfðu af því að segja. Er slík starfsemi héraðssambanda mjög æskileg, kemur þátttakendum að góðu gagni, tengir unga fólkið samtökunum og vekur skilning þess eldra á gagnsemi þeirra. Hér fer á eftir bréf, sem Skinfaxi hefur fengið frá einum þeirra unglinga, sem námskeiðsins nutu, Ellert Ólafssyni á Suðureyri i Súgandafirði. Hann er fjórt- án ára gamall: „Þegar ég frétti, að eftir eina viku ætti að vera íþróttanámskeið að Núpi, þá vildi ég strax óður og uppvægur fara. Kostnað- urinn álti að vera 400.00 kr. og íþróttafé- lagið lieima ætlaði að greiða ferðirnar. Þvi var strax slegið föstu að ég færi, og bjó ég mig því út ineð nesti og nýja skó. Það var þvi langþráð stund þegar lagt var af stað frá Suðureyri. Ég varð fyrir nokkr- um vonbrigðum, þegar ég kom á áfanga- stað, því flestir á námskeiðinu voru Súg- firðingar, en það lagaðist, og eftir tvo daga var ég farinn að kunna vel við mig og kynnast nýjum félögum. Fyrstu nóttina gat ég sama og ekkert sofið vegna spennings en það kom ekki að sök vegna þess að æfingarnar voru ekki mjög erfiðar. Eftir liádegið áttu all- ir að fara að sofa, en það fannst mér mjög skrýtið, og ekki gat ég sofnað. En nóttina eftir gat ég sofið og lika eftir hádegið. Leikfimikennarinn okkar bafði sagt að við þyrftum þennan svefn, og sagði hann að við myndum líka geta sofnað eftir há- degið. Þar var liann vissulega sannspár, því eftirleiðis gátu allir sofið eftir há- degið. Allir fóru á fætur á morgnana kl. 8. Byrjaði dagskráin með frjálsum íþrótt- um og leikfimi fram að 12. Eftir hádegið var svefn og kl. 2 byrjuðu aftur iþróttir og liéldu áfram til kl. hálf fjögur. Þá var drukkið og svo var frí til kl. 5. Eftir kvöldmatinn dvöldu flestir i dagstofunni og var þar teflt, sjiilað og leikinn tennis, og fleira. Kl. 9 hófst kvöldvakan. Þá voru sýndar kvikmyndir, stiginn dans, sungið og margt fleira. 1 dansinum er ég enginn snillingur, því að ég á ekki að sýna dans á héraðsmótinu, en ég liugga mig við það, að ég fæ kannski að sýna leikfimi. Kennaralið skólans skipuðu þeir Sigurð- ur R. Guðmundsson og Valdimar Örnólfs- son, og kom öllum saman um að betri kennara væri ekki liægt að fá. Þetta liefur

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.