Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 23
SKINFAXI 87 orði um dansleik á eftir, eins og sums staðar tíðkast, það lætur sér nægja að sjá árangur vinnu sinnar, en ég er sann- færður um, að sá árangur verður góður, því að verkið er vel unnið og af kunnáttu. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllu ]>essu fólki, og ég vona, að það fjöl- menni næsta vor líka.“ Þórður segir síðan, að nú hafi alls ver- ið gróðursettar 70 þ'úsund plöntur — eins og framkvæmdastjóri U.M.F.Í. gat um í grein sinni um skóginn i 1. hefti af þess- um árgangi Skinfaxa. Þórður upplýsir, að flestar þessar plöntur hafi verið gróð- ursettar siðustu 15 árin. Mest var gróður- setningin vorið 1950 — eða tíu þúsund plöntur. Þá segir Þórður: „Ég get sannað með mörgum dæmum, að Þrastaskógur er tilvalinn staður til gróðursetningar, en ég ætla aðeins að nefna hér tvö dæmi: Árið 1944 setti ég niður 200 reyniviðar- plöntur; liæsta tréð var í vor 0 metrar. Tré þessi standa við sumarbústað minn í Þrastaskógi. Árið 1948 voru settar 2500 rauðgreniplöntur ættaðar frá Noregi, þessar plöntur voru þá 10—15 cm. og er vöxtur þeirra eins og hér segir: Vorið 1953 voru þær 20—40 cm. Vorið 1958 voru þær 40—130 cm. Vorið 1959 er liæsta tréð orðið 175 cm. og árssprotinn á ])ví 45 cm. Þannig eykst árssprotinn með árunum. Segjum nú svo, að þetta rauð- greni vrði selt næstu árin sem jólatré, þegar þau eru húin að ná 120—130 cm. hæð, en verð á slíkum jólatrjám var um síðustu jól kringum 100 kr., þá fengjust fyrir 2000 tré 200 þúsund kr. Það er merkilegt, að við íslendingar skulum ekki rækta handa okkur jólatré sjálfir.“ Heiðursfélagar U.M.F. Samhygðar. Þórður lýkur grein sinni þannig: „Það er mikið búið að vinna i Þrasta- skógi fyrir litið fé, meira en margan grun- ar, en það þarf að vinna miklu meira í framtiðinni. Þeir, sem liafa unnið að gróðursetningu í Þrastaskógi og eiga eftir að vinna þar, fá að launum ánægjuna af að sjá litlu plönturnar vaxa i stór tré, sem teygja sig upp fyrir kjarrið, sem fyrir er, og geta þá sagt: Þarna hef ég lagt liönd á plóginn. Það er fögur hugsjón að klæða landið skógi og græða mela og sanda i grænt skrúð.“ Þórður getur djarft úr flokki lalað. Ilann liefur verið trúr þeirri hugsjón, sem einn af heztu og óeigingjörnustu for- vigismönnum ungmennafélagshreyfing- arinnar, Aðalsleinn Sigmundsson, glæddi hjá honum í bernsku, hefur unnið mikið fyrir lítil laun í klingjandi mynt og sízt minna fyrir engin laun önnur en þau að vita sig vera i verki með hinum skap- andi öflum tilverunnar — og að „einhver kemur eftir mig, sem hlýtur.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.