Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 6
70 SKINFAXI ur til þeirra, sem nú eru ungir, vonir og óskir, sem kynslóðirnar hafa alið með sér öldum saman, mynda geysimikla uppi- slöðu, sem gerir kröfur og þrýstir til framkvæmda. Við bætisl svo enn hið eðl- isbundna jákvæði æskumannsins við líf- inu með gæðum þess og nautn. Það þarf hér sterkan stíflugarð, um- gjörðin má ekki bila um þetta Þingvalla- vatn orku, óska og vona. Jón Sigurðsson lagði áherzlu á, að frels- ið væri innan varnarveggja traustrar skapgerðar mannanna sjálfra, er skyldu fara með það. Hér er um mikið verkefni að ræða og aðkallandi. Einhvers staðar er að því vikið, sjálf- sagt í gamni, að gervitunglin hafi afsann- að tilveru Guðs engla. Það hlyti að hafa orðið árekstrar úti í geimnum! Þvi hefur verið svarað með öðru gamni: Ætli þar sé ekki um mismunandi bylgjulengdir að ræða. Þetta er raunar ekkert gaman. Við get- um ekki húið til trausta menn með tækn- inni, heilbrigt þjóðlíf, þótt við framleið- um sement og áhurð og öll heimsins nyt- sömustu gæði. Við getum ekki smíðað í gervitungl okkar móttökutæki fyrir hið fagra, góða og sanna, né verksmiðjur, er breyti verðmætum í menn, er leitist við að gera líf sitt að listaverkum. Með ýmiss konar ytri tilburðum vilja menn að sjálfsögðu stuðla að manndómi og menningu. Að því miðar t. d. skóla- hald og margháttuð menningarviðleitni. En nú er farið að tæpa á þvi að þoka þurfi móðurmáli og hókmenntum úr sín- um fyrra sessi í skólunum, sem varla var ])ó um skör fram veglegur, og taka upp í staðinn meiri tæknimenntun, Talið er að ein sprengja hafi 5 sinnum meiri e)'ðileggingarkraft en öll sú vítis- glóð, sem hellt var yfir Þýzkaland og her- numdu löndin í seinni heimsstyrjöldinni. Og allri þessari eyðileggingu má koma af stað með því að styðja á lítinn hnapp. Mundum við ekki óska þess, að höndin, sem á ráð á að þrýsta á þennan hnapp, sé í tengslum við gott hjarta og heila, er yljaður væri hugsjón lifs og æsku? Frá fyrri heimsstyrjöldinni er sú saga, að, er rætt var um átök i upphafi styrj- aldarinnar, hafi gömul kona átt að liafa sagt: „Þeir hætta ekki fyrr en þeir hafa drep- ið einhvern.“ Á hak við móðu og mistur litillar þekk- ingar, er í þessum orðum felst, sjáum við þó krosstré, er kynslóðirnar hafa borið, að við mættum lifa; Golgatahæðir blasa við í hverri landareign á Islandi, þar sem fórnað var i þágu upprisu og lífs í þessu landi. Við sjáum i gegnum orð konunn- ar inn í heim mjúkra móðurhanda, er þerruðu tár kynslóðanna og græddu sár þeirra, en ollu aldrei sárum né tárum, stuðluðu að lífi, hlúðu að æskunni, oft að visu með veikum kröftum, en aldrei að dauða né eyðileggingu. Fróðir menn telja, að Adolf Hitler hafi verið afburðamaður að gáfum og snilli, en um leið siðferðilegur vanskapningur. Hvatirnar, sem réðu verkum hans og lifs- ferli hafi verið: liatur, öfund og drottn- unargirni, og þegar ekki var hægt að drottna lengur, þá að láta allt hrapa mcð sér í dýpstu djúp hruns og eyðileggingar. Líklega hefur stjarna engis manns ris- ið jafnhátt og Adolfs Hitlers. En engin vegsaga varð að þeirri stjörnu og skin

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.