Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.07.1959, Blaðsíða 9
SKINFAXI 73 og sjálfsafneitun, glætt trú sína á land sitt og þjóð, ást á íslenzkri tungu og erfða- menningu og á öllu fögru og raunveru- lega nytsömu. Hann var áhrifamikill prestur í ræðu- stól og fyrir altari og rækti af sérstæðri kostgæfni fræðslu barna og unglinga í sóknum sínum. Hann stofnaði Núpsskóla og starfrækti hann í áratugi á eigin kosln- að og ábyrgð, hann lagði mikla rækt við að innræta nemendum sínum og sóknar- hörnum ást á fögru og hreinu máli og á söng og hljómlist, og með hinum fagra gróðrarreit Skrúð vildi hann sýna og sanna vaxtarmátt íslenzkrar moldar. Um allt þetta var hann flestum öðrum fremri. En ógleymanlegastur og áhrifaríkastur var persónuleiki lians sjálfs, viljinn, fest- an, einlægnin, áhuginn, sjálfgleymið, trú- in á gróðrarmögn lífsins í náttúrunni og sálum mannanna og á æðri forsjón, sem allt mundi að lokum leiða á braut fegurð- ar og fullkomnunar. Níutíu og fimm ára gamlan ræddi ég við hann síðast. Og þá var áhuginn sam- ur og jafn fyrir öllu, sem til heilla mátti horfa. Landið, þjóðin, tungan, guðstrúin, list- in, hin tæra og fagra list, sem þjónaði og væri samboðin gróandi þjóðlífi — um allt þetta var liann vökull vörður og vitur spyrjandi fram á seinasta ár sinnar hér- vistar. Ég efast ekki um það, að i íslands dali og fjörðu muni hann nú annað veifið aug- um renna og hyggja að því, hvernig „vor- mönnum íslands“ vegnar um „ungra krafta og gáfna glæðing, göfgi i hugsun, verki Iist,“ en hitt mundi og vist, að geng- inn sé hann til fundar við Ingimund gamla, Ilall á Síðu, Hallgrím og Vidalin, Eggert Ólafsson og Björn í Sauðlauksdal, Tómas Sæmundsson, Jón Sigurðsson og Matlhías Jochumsson -— sem og helztu forvígismenn söng- og hljómlistar í landi hér, þeirra, er þegar hafa safnazt til feðra sinna. Guðm. Gíslason Hagalín. Sykurskammturinn Það var liér fyrir eina tíð, að flest purfti að spara, og gekk þá sparnaðurinn, þessi ágæta dyggð, fulllangt hjá sumum. Á bæ einum var enn hafður sá gamli siður að skammta allt, jafnvel kandíssykurinn með kaffinu, lát-a aðeins ofurlitla sykurkvörn á undirskálina, áður en fólkinu var réttur kaffibollinn. Eitt sinn þegar setið var að kaffidrykkju, fór annar kaupamað- urinn að stara á húsmóðurina, eins og hann væri í vand-a staddur. „Vantar þig cittlivað, Bjarni minn?“ spurði liún. „Um-ja,“ svaraði Bjarni. „Heldurðu ekki, að áðan kæmi flugu- skolli, þrifi sykurmolann af undirskálinni og flygi með hann út um gluggann!“ Blaðamaðurinn og hann Jóhannes gamli Enn þykir það tíðindum sæta, að menn verði liundrað ára, þó að fleiri nái nú þeim aldri en hér áður fyrrum. Eru svo gjarnan sendir blaða- menn til slíkra öldunga, og þó að blaðamenn séu margir spakir að viti, eru spurningar þeirra ekki áv-jllt spaklegar. Þegar Jóhannes gamli Jónatansson varð hundrað ára, liinn 5. febrúar 1959, var sendur til hans blaðamaður. IJann spurði með spekingssvip: „Hvernig heldur þú nú, gamli minn, að á því standi, að þú ert orð- inn þetta gamall?“ „Ég skal segja þér það, elsk- an min — spyr sá, sem ekki veit,“ svaraði öld- ungurinn. „Ég er nefnilega fæddur þann 5. febr- úar 1859.“

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.