Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 4
36 SKINFAXI lélegum húsakynnum og lítt eða ekki upp- hituðum, i þorpunum meira að segja al- gengt, að eitt kjallaraherbergi væri íbúð heillar fjölskyldu — eða þá gamall skúr eða verhúð. Flestir bárust i bökkum, og hjá fjölda manns var meiri og minni sultur í búi, þegar leið á veturinn. Einna verst var ástatt einmitt í þeim liéruðum, sem nú búa við mestan blóma, — i þorp- um og lágsveitum á Suðurlandi voru kjör- in sem sé verst og erfiðust, ef ekki herj- aði hafísinn Norðurland. Jafnt bænd- ur þessara sveita sem þorpsbúar byggðu að miklu afkomu sína á sjósókn á opn- um skipum frá hafnlausri strönd, og ef tiðarfarið var þannig, að suðlæg átt var ríkjandi á vetrarvertíðinni, stóð sultur- inn fyrir dyrum. Eins og allir mundu geta sér nærri, var þetta ekki hentugt ásland til þess að unga kynslóðin yfirleitt öðl- aðist hreysti og Jíkamsþroska. Fjöldi harna um land allt dó á unga aldri, og beinkröm og aðrir sjúkdómar, sem fylgja næringarskorti, voru miklu tíðari en menn gerðu sér grein fyrir. Yfirleitt varð unga fóllcið að vinna heimili foreldra sinna til þess að fjölsltyldan gæti bjargazt, og möguleikar á slvólagöngu voru svo litlir, að einungis einbeittustu og liarðgerustu unglingar gátu Jdofið þá. Um munað var alls elíki að ræða. Og þegar mikið liafði ræzt úr, lcomu kreppuárin. Þá var ástandið þannig, að sannarlega átti allur þorri alþýðu manna mjög erfitt, og sums staðar drógu fjöl- skyldur fram lífið á svo litlu fé, að fáir mundu trúa af þeim, sem eldci Jiafa lif- að þessa vandræðalíma. En á livorum tveggja þessum tímabil- um ólust upp menn, sem voru svo táp- miklir frá náttúrunnar Jiendi, að liin erf- iðu lífSsldlyrði unnu livorlvi hug á þeim andlega né lilíamlega, en gæddu þá ótrú- legri seiglu, fyrirliyggju, nýtni og Jöngun til að rétta úr lrútnum, og þeir gripu fagnandi þær Jmgsjónir, sem liampað var og víðsvegar um heim liöfðu reynzt þjóð- unum ómetanleg livöt til gengis á jafnt andlegum sem verlvlegum vettvangi. Og næst óvenjulegum tímum eiga Islending- ar það einmitt þessum mönnum að þakka, livað unnizt liefur um hætt lífskjör og möguleika til menningar. Umskiptin. Það er ekkert karlaraus eða kerlinga- nöldur lijá eldra fólkinu, þó að það telji, að ástandið Jijá okkur Islendingum Jiafi ek'ki Jjatnað að sumu leyti. Og það er einlc- um fernt, sem það telur of algengt hjá ungu kynslóðinni: Virðingarleysi fyrir vinnunni og þar með slæleg aflíöst, ó- æsJvileg notlviin tómstunda, fjáreyðsla um sltör fram og linka, sem lýsi sér i því, að margt af ungu fólki vilji hliðra sér lijá framleiðslustörfum, sem hafi i för með sér einangrun og um leið allmikið erfiði. Áður fyrrum — og þarf ekki lengra að fara en 25—30 ár aftur í tímann — var 10—12 tíma dagvinna algeng og kaup- ið svo lágt, að engin von var til þess, að menn gætu lifað mannsæmandi lifi eða neitt til líka við það, sem nú þykir sjálfsagt. Og það, sem verst var: Vinn- an við sjávarsíðuna var afar stopul, jafn- vel á sjónum. Það var algengt, að skip- um væri lagt langtímum saman sakir þess, að útgerðarmenn teldu eklti borga sig að halda þeim til fiskjar. Svo var þá af

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.