Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 5

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 5
SKINFAXI 37 liendi verkalýðssamtakanna barizt liart fyrir 8 stunda vinnudegi og hækkuðu kaupi, samfara stöðugri atvinnu. Það var orðtæki liér á Islandi áður fyrrum, þegar menn vönduðu lítt vöru sína, að þetta væri nógu gott i helvítis danskinn eða bölvaðan kaupmanninn. Þetta átti rætur sínar að rekja til rótgró- innar óvildar í garð danskra kaupmanna og fulltrúa þeirra, sem liöfðu oft lélega vöru og seldu hana dýru verði, en guldu hins vegar lágt verð fyrir íslenzkar af- urðir og sýndu hvorki vilja né hugkvæmni til betri eða fjölbreyttari nýtingar á ís- lenzkri framleiðslu, greiddu heldur ekki liærra verð þeim, sem vönduðu vöruna, en liygluðu aftur á móti mönnum, sem liöfðu mikið að selja og þurflu mikið að kaupa, sem sé þeim, sem bezt komust af. Þessi óvildarandi hafi mjög ill áhrif á vöruvöndun íslendinga, og kom það all- hart niður á þjóðinni allri. Dálítið svip- uðu var til að dreifa við daglaunavinnu. Övildin til atvinnurekenda, sem vildu ekki unna verkamönnunum viðunandi kaups og kjara, liafði þau áhrif, að vinnuafköst- in urðu oft ærið léleg. Svo komu til áhrif kreppuáranna. Þá var títt, að bæir, sveit- arfélög og ríki legðu fram fé í svokail- aða atvinnubótavinnu. Hún var oft unn- in á þeim tíma árs, sem erfitt gat verið að finna þörf og skynsamleg verkefni, sem ekki krefðust mikilla fjárframlega, og var ekki laust við, að verkamenn skop- uðust að sumum þeim störfum, sem þeir voru látnir vinna, og dró þctta mjög úr virðingu þeirra fyrir vinnunni og þar með úr afköstunum. Síðan kom Bretavinn- an, þar sem islenzkir vinnutakar og brezk- ir umsjónarmenn böfðu með sér banda- Ragnar Guðmundsson, einn af helztu íþrótta- görpum í hópi skagfirzkra ungmennafélaga. Hann mundi fleira geta afrekað um ævina. lag og helmingaskipti um ákveðinn hundr- aðshluta af kostnaðinum við hvert verk, sem unnið var. Þá var beinlínis lögð á- herzla á það af verkstjórunum, að menn ynnu sem allra slælegast. Þetta hafði við- tæk og mjög ill áhrif á marga, sem skorti aldur og þroska til að sjá, að vel unnin störf og eðlilegur vinnuliraði er undirstaða þess, að íslenzka þjóðin geti orðið sam- keppnisfær um markaði og að nauðsyn- legar framkvæmdir geti orðið nægilega örar og víðtækar. Jafnframt því, að forvigismönnum verkalýðslireyfingarinnar þótti fólki of- þyngt með liinum langa vinutíma, töldu þeir tómstundirnar of fáar og stopular.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.