Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 7
SKINFAXI 39 hliðra sér gjarnan hjá vinnu, sem krefst óvenjulegs vinnutíma, mikillar snerpu og jafnvel fjarvista frá heimili. Þau sækjast gjarnan eftir einhvers konar dútli við af- greiðslu í búð eða sjoppu, eða daglauna- vinnu, þar sem vinnutími er afmarkað- ur og ekki gerðar kröfur til mikilla af- kasta. Er hvort tveggja jafnhörmulegt, að sjá unga, Iirausta, stóra og sterklega menn snúast við að afgreiða gosdrykki, hrjóst- sykur og tyggigúmmí, eins og að Iiorfa á þá hanga syfjulega og linjulega fram á skóflu eða haka, sem þeir svo hreyfa öðru hverju líkt og þegar leið skepna í tjóðri gripur niður í þrautnagaða grasrót. Eða ungu stúlkurnar — hinar verðandi mæður — ganga milli sjoppuhorðanna, skotra augum til slyndrulegra gesta og svara hálfyrðum þeirra með kæruleysis- hrosi, andkannalegum kvikmyndahreyf- ingum og hálfameriskum slettum. Svo er þá mikið af flota landsmanna mannað Færeyingum, — margur hóndinn stritar einn við störf sín og húsmóðirin sér ekki út úr önnum sínum, þvi að hin mikla hringiða hins ófrjóa snikju- og snölturlífs í þorpinu eða bænum hefur dregið til sín dótturina og soninn. „Hér er þunga þraut að vinna.“ Svo segir i hinu ágæta kvæði, sem Guðmundur skáld Guðmundsson orti til ungmennafélaganna á sumarmálum starfsemi þeirra, og víst er um það, að baráttan fyrir sjálfstæði íslenzku þjóðar- innar og verndun tungunnar og ræktun landsins var þung þraut, en þó var þar það til léttis, sem mest er ávallt um vert, ef leita skal á brekkuna eða lyfta þung- um tökum, að þörfin sé hverjum og ein- um ljós og hvötin til afreksins hinum ungu, sem mestum eru gæddir mættin- um, svo sem í hlóð horin. Og þannig var ástatt í þann tima, sem þetta kvæði var ort. Nú eru viðliorfin ekki eins ljós, þörf- in ekki jafnþi'ásækin, en hins vegar margt, sem villir um hugi hinna ungu. Þeir eru til dæmis margir meðal svokallaði'a for- ustumanna, sem segja: Hvað eru menn að fárast um illt ástand og ljótar horf- ur? Aldrei hefur Isiendingum liðið hetur en nú, aldrei hefur verið önnur eins gnægð alls, sem menn æskja, aldrei verið kvn- slóð á íslandi, sem að orku, blóma og þekkingu liafi verið neitt til lika við þá, sem nú er að taka við af okkur eldri mönnunum! En margir hafa séð háskann, og for- ráðamenn stærstu bæjaixna hafa rumsk- að. Þar er nú hafin margvisleg stai'fsemi meðal unga fólksins til að beina liuguin þess inn á æskilegar brautii-, og sú starf- semi hefur þegar gefið góða raun, þó að langt sé í land, til þess að hún verði svo víðtælc og markviss, að hún geti valdið verulegum straumhvörfum. Dti um landið — í hæjum, þorpuni og sveitum —■ eru ungmennafélögin öllum öðrum fremur sá aðili, senx hefur aðstöðu til að taka forustuna jafnt um viðnám sem í nýrri frægðargöngu mót hækkandi sól og degi heiibi-igðs og gróandi þjóð- lifs. Iþróttastarfsemi þeirra hefur á liðnum árunx orðið þeim og þjóðinni allri meira virði en flestir munu gei’a sér grein fyrir. Hún hefur á tímurn andlegs og menn- ingai-legs forustuleysis og mikilla og gagn- gex-ra breytinga kallað á ki'afta liinna ungu til sameiginlegi'a átaka og þjálf-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.