Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 26
58 SKINFAXI hjá félögum í nágrannasveitum. Ekki er óhugsandi, að leikhús í Reykjavík veittu slíkum hópum vildarkjör um aðgöngueyri, eins og skólafólki. Ritstj. GESTUR TIL MIÐDEGISVERÐAR. Eftir George S. Kaufman og Moss Hart. Þýð- ing: Nemendur við M. A. Endurskoðuð af Gisla Halldórssyni. Leikstjóri: Gísli Halldórsson. Leiktjöld og búningar: Magnús Pálsson. Ljósa- meistari: Gissur Pálsson. Leikfélag Reykjavíkur hefur löngum sýnt mikla smekkvisi í vali leikrita, og svo er einn- ig að þessu sinni. Gestur til miðdegisverðar er mjög fyndið leikrit og margar setningar þess svo markvissar, að á betra verður ekki kosið. Ef til vill hefði fyndni höfundanna notið sín betur í þýðingu þeirra, sem meiri reynslu hafa en nemendur í menntaskóla, þeim hefur ekki alls staðar verið ljóst, að voguð og gróf fyndni er ekki eitt og hið sama. Ekki eru þessir ágallar þó til mikilla lýta. Maðurinn, sem kemur til miðdegisverðar, er skopstœling af rithöfundinum Alexander Wooll- cott, sem þótti æði blendinn, en þó gæddur nógu mikilli kímnigáfu til þess að láta skopið gott heita og leika sjálfan sig í einni sýningu leiksins. 1 leiknum heitir Woollcott Sheridan Whiteside og er leikinn af Brynjólfi Jóhannes- syni. Efnið er í stuttu máli það, að þessi frægi maður hefur látið leiðast til að þiggja mið- degisverðarboð snobbaðra hjóna (það er eink- um frúin, sem er snobbuð) í fremur litlum bæ. Þar vill það óhapp til, að hinn frægi mað- ur dettur á þröskuldinum, og samkvæmt læknis- ráði verður hann að liggja á staðnum í nokkr- ar vikur. Þessi frægi maður, sem ekki er alveg laus við eigingirni, leggur undir sig mestan hluta heimilisins, bannar húsráðendum að nota sím- ann, segir matreiðslufólkinu fyrir verkum, en lætur færa hjónunum mat á bakka upp í svefn- herbergi þeirra. Gestir koma til fræga manns- ins, en þeir eru ófáir. 1 þessum litla bæ verður einkaritari White- side, Maggie Cutler (Helga Bachmann), ást- fangin 'í blaðamanninum Bert Jefferson (Guðmundur Pálsson), en Whiteside er nú ekki alveg á því að sleppa einkaritara, sem hann hefur haft í 10 ár, og snýst mikill hluti leiks- ins um tilburði hans til að koma í veg fyrir, að hann missi stúlkuna í hendur blaðamannsins. Meira skal ekki rakið af efni leiksins. Menn þurfa að sjá hann og skemmta sér yfir honum. Það var auðséð á annarari sýningu leiksins, að þetta er leikrit handa öllum fjöldanum, þarna voru engu síður unglingar á skólaaldri en fullorðið fólk, enda er þarna fyrst og fremst um skemmtilegt skop að ræða, sem allir með óbrjálaða kímnigáfu hljóta að hafa mikið yndi af. Leikstjórn Gisla Halldórssonar hefur greini- lega verið markviss. Þarna eru engar óeðlileg- ar þagnir né hlé, hver atburðarásin rekur aðra, eðlileg og markviss. Leiktjöld og búningar eru í góðu samræmi við efni leiksins, en húsgögn hefðu ef til vill mátt vera örlítið íburðarmeiri á snobbheimili smábæjar. Brynjólfur Jóhannesson ber hita og þunga leiksins, hann er á sviðinu mestallan tímann og löngum í hjólastól. Vera hans í hjólastóln- um setur leikbrögðum hans eðlilega mikil tak- mörk, þannig að rödd hans og svipbrigði verða að mestu að duga, hreyfingar mega ekki vera miklar hjá „sjúkum“ manni. Ekki er því að leyna, að mér finnst Brynjólfur ekki njóta sín eins vel í hlutverki, sem litil hreyfing er í, enda er þess engin von, að jafn kvikur maður, gæddur lífsþrótti og kímnigáfu, sem lesa má út úr hverri hreyfingu, nái eins skemmtilegum árangri i óeðlilegu sæti. Eigi að síður leikur Brynjólfur hlutverkið skemmti- lega, og bezt undir lokin. Af öllum þeim mikla sæg leikenda, sem þarna koma fram, er ekki ástæða til að geta allra, sum hlutverkin eru svo lítil, að þau veita sára lítil tækifæri til mikilla tilþrifa. Sigríður Hagalín leikur mjög hressilega leik- konuna Lorraine Sheldon, sem á að leiða hug blaðamannsins frá einkaritaranum. Sigríður er sívaxandi leikkona, gædd miklu fjöri og hressi- leika. Húsráðendur, Stanleyhjónin, leika Helga Val- týsdóttir og Sigurður Kristinsson, bæði mjög

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.