Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 18
50 SKINFAXI þingfulltrúa og óskuðu sambandinu heilla. Siðan voru rædd mörg mál, sem varða starfsemi sambandsins, til dæmis íþrótta- mál, slysatrygging íþróttamanna og fjár- mál. Kom það bæði fram í skýrslu for- manns og umræðum á þinginu, að eðli- lega framhaldsþróun á vettvangi iþrótt- anna heftir einkum vöntun iþróttakenn- ara. Af málum, sem ekki varða beinlínis starfsemi sambandsins, var landlielgis- málið bið eina, sem tekið var til um- ræðu, og var samþykkt eftirfarandi álykt- un: „Héraðsþing U.M.S.S. treystir því, að íslenzk stjórnarvöld haidi fast á málstað þjóðarinnar í landlielgismálinu og geri enga samninga i því máli, sem talcmarki rétt þjóðarinnar til 12 milnanna og frek- ari útfærslu landhelginnar.“ Stjórnin var öll endurkosin, nema Iíall- dór Benediktsson á Fjalli, en bann baðst undan endurkosningu, eftir þrettán ára ágætt starf, og flutti formaðurinn honum þakkir. Stjórnina skipa: Guðjón Ingimundarson, Gísli Felixson, Eggert Olafsson og Stefán Guðmundsson, allir til heimllis á Sauðárkróki, og loks Sigurður Jónsson á Reynistað. Fimmtíu ára afmælisins var minnzt með fjölmennu liófi. Þar voru fluttar margar ræður, og voru kjörnir fimm heiðursfé- lagar: þeir Jón Sigurðsson á Reynistað, Árni Hafstað í Vík, Þórarinn Sigurðsson, sem nú er á Hvanneyri, Ólafur Sigurðs- son á Hellulandi og Sigurður Ólafsson á Kárastöðum. Þá voru sýndir þættir úr Íslandsklulck- unni, og.fjögurra manna hópur söng. Svo las Halldór Benediktsson kvæði. Loks voru afhentar góðar gjafir frá ýmsum aðiljum, og einnig bárust mörg Iieillaskeyti. Rikti mjög ánægjulegur andi í hófinu, og að því loknu skemmtu menn sér við dans. Arsþing llngmennasambands Borgarf jarðar Það var haldið í Reykholti 30. apríl til 1. maí. Ragnar Olgeirsson sambandsstjóri setti þingið, og síðan var Þorsteinn Þor- steinsson kosinn forseti þess. Mættir voru 32 fulltrúar frá tólf félög- um, en tvö félög, Borg í Borgarhreppi og Hliðin í Þverárhlið, sendu enga fulltrúa. Engar umræður urðu um skýrslur stjórn- arinnar, en tekin voru fyrir mörg mál, margar tillögur samþykktar og kosnar ýmsar nefndir, sem liafa skulu á liendi ákveðin verkefni. Allmiklar umræður urðu um þingsköp, og var samþykkt á þeim breyting, sem hafði mikið fylgi fulltrúa. Skal nú drepið á nokkrar af þeim til- lögum, sem samþykktar voru. Viðvíkjandi þeim framkvæmdum, sem nú eru á döfinni á Varmalandi, þar sem verið er að búa til íþróttavang og sam- komusvæði, voru samþykktar þrjár til- lögur. Ein fól í sér tilmæli til félaga, sem eiga ráð á samkomuhúsum, um að láta þau sambandinu i té eitt kvöld í fjársöfn- unarskyni í þágu Varmalandsframkvæmd- anna. Einnig um öflun stórvirlcra tækja til jarðvinnslu, sem nauðsynleg er vegna þessara framkvæmda, og sú þriðja fól í

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.