Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 10

Skinfaxi - 01.04.1960, Blaðsíða 10
42 SKINFAXI Brynleifur Tobíasson, fyrsti formaður sam bandsins. fyrstnefndu og Ungmennafélagið Fram í Seyluhreppi tóku þátt í stofnun sambands- ins. Auk fundahalda heitti samhandið sér fyrir árlegum sumarmótum, fékk menn til að fara um samhandssvæðið og halda fræðandi fyrirlestra og efldi álmga á í- þróttum, meðal annars knattspyrnu og skautahlaupi. Þá stofnaði það slysatrygg- ingarsjóð árið 1914, og skyldu þeir styrkt- ir úr honum, sem yrðu fyrir slysum í iþróttakeppni á sumarmótum sambands- ins. Þá átti sambandið drýgstan þátt i þvi að hjóða Stephani G. Stephanssyni norður til Skagafjarðar, og lögðu forgöngumenn þess mikið lcapp á að gera honum dvölina þar sem ánægjulegasta, til dæmis með för í Drangey. Þeir Sigurður Ólafsson á Kárastöðum og Guðjón Ingimundarson lýsa síðan starfi sambandsins á árunum 1924—1960. Hef- ur forganga þess um íþróttamál verið áhrifaríkust og umfangsmest, enda hefur árangurinn verið mjög góður, því að í- þróttaáhugi er mjög almennur i héraðinu. Þar liefurverið iðkuð knattspyrna af miklu kappi, sund, frjálsar íþróttir og hand- knattleikur, haldin árleg héraðsmót og háðar keppnir við önnur héraðasambönd, skagfirzkir íþróttamenn keppt viða utan héraðsins, allt frá Siglufirði til Yestmanna- eyja, tekinn þáttur í landsmótum U.M.F.f., meistaramótum fslands og Norðurlanda- meistaramótum, náð góðum árangri og stundum borinn sigur úr býturn í einstök- um greinum. Efldist mjög öll þessi starf- semi eftir samþykkt liinna nýju íþrótta- laga — og þá undir forustu hins sérlega duglega, lægna og áliugasama formanns og íþróttakennara, Guðjóns Ingimundar- sonar frá Svanslióli á Ströndum. Af öðr- um málum má nefna örnefnasöfnun í Sigurður Ólafsson á Kárastöðum. héraðinu, taka skagfirzkrar kvikmyndar, efling skáklistar, forgöngu um að Step- liani G. Steplianssyni væri reistur minnis-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.